Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Sólveig RagnarsdóttirIssue Date
2004
Metadata
Show full item recordCitation
Sálfræðiritið 2004, 9:127-39Abstract
Dagsbirturannsóknir eru mikilvægar vegna þess að birta, bæði dagsbirta og lýsing, hefur gríðarleg áhrif á manninn. Tilgangur þessarar rannsóknar er að greina dagsbirtu á Íslandi með því að beita skynjunarsálfræði og nýjustu niðurstöðum um keilugrunna. Margbreytileiki dagsbirtunnar árið 1998 er sérstaklega til umfjöllunar þar sem lögð er áhersla á dagsbirtuframboð, dagsbirtubreytileika, lisku dagsbirtunnar en einnig árstíðar- og dægursveiflur. Sú aðferðarfræði sem beitt er byggist á því að meta tölulega skynjaðan lýsingarstyrk og skynjaða liti birtunnar. Greiningin er miðuð við skynjunarferla, áðurnefndra keilugrunna, sem ætlað er að lýsa næmi ljósnema augna í manni með eðlilega þrílitasjón. Niðurstöður eru settar fram sem birtuframboð og er metið hversu hátt hlutfall það er af því birtuframboöi sem fæst þegar himinninn er heiður. Einnig er fjallað um breytileika birtuframboðs eftir árstíðum. Niðurstöður litmælinga eru settar fram með liskulíkani Mac-Leods og Boyntons. Einnig í því tilviki eru skynjaðir litir greindir og breytingu þeirra eftir árstíðum og klukkustundum sólarhringsins gerð nokkur skil. Helstu niðurstöður eru þær að dagsbirtuframboð er að meðaltali 60 prósent af því sem það getur orðið samkvæmt kenningum. Það kom í ljós að litahitastig dagsbirtu er óvenjulega hátt sem bendir til þess að eitt helsta einkenni himinisins er bláleitur litur. Ekki komu fram árstíðarsveiflur en dægursveiflur sjást hins vegar. Dægursveiflur sjást hins vegar. Enn fremur, sést að frávik er frá staðalhimni CIE. Ekki er vitað til þess að svipuð rannsókn hafi verið gerð á dagsbirtu hér á landi.Studying daylight is important, because light (both natural and artificial) has a profound effect on humans. The main objective of this study is to analyse some fundamental properties of daylight in Iceland, applying the concepts of environmental psychology emphasising the latest results in sensory psychology on cone fundamentals. The daylight variability in 1998 is dealt with in detail, with emphasis on daylight availability, daylight variability, the chromaticity of daylight as well as its seasonal and diurnal variations. The main findings are that the daylight availability is on the average 60 percent of theoretical upper bounds derived using clear sky conditions. It is also observed that the sky has a very high correlated colour temperature indicating that the colour of the sky is dominated by blue, without significant seasonal variations. Diurnal variations are, however, observed. Furthermore, deviation from the standard sky is detected. The author is not aware of any similar study on daylight in this geographical area.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.sal.isCollections