Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1993-08-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1993, 79(6):249-52Abstract
Stjórn öndunar í svefni er frábrugðin því sem gerist í vöku. Við vissar aðstæður geta alvarlegar öndunartruflanir komið fram í svefni (1,2). Lang algengast er að öndunin hætti alfarið í 10 sekúndur eða lengur og er þá talað um öndunarhlé (apnea). Ef öndunarhléin eru án samhliða aukningar á öndunarvinnu (central apnea) er ástæðan yfirleitt truflun í miðtaugakerfi. Oftast fer þó öndunarvinna sívaxandi eftir því sem líður á hléið (obstructive apnea) og er ástæðan oftast þrengsli í efri öndunarvegum. Hér á eftir verður eingöngu fjallað um þessa tegund öndunarhléa. Ef öndunarhléin eru 30 eða fleiri að nóttu og önnur sjúkdómseinkenni einnig fyrir hendi, er ástandið kallað kæfisvefn (sleep apnea syndrome) (1). Kæfisvefn getur verið á mjög mismunandi háu stigi, allt frá nokkrum tugum öndunarhléa upp í fleiri hundruð yfir nóttina. Öndunarhléin leiða meðal annars til röskunar á svefni og geta þannig haft víðtæk áhrif að degi til. Öndunartrufianir í svefni voru til skamms tíma taldar fátíðar, en samhliða bættum möguleikum til greiningar og meðferðar ásamt aukinni þekkingu á afleiðingum þeirra hefur komið í ljós, að kæfisvefn er meðal algengustu langvinnra sjúkdóma. Hér á eftir er ætlunin að lýsa helstu einkennum, orsökum, algengi og afleiðingum kæfisvefns.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections