Öryggi sjúklinga á skurðstofu: rannsókn á starfsaðstæðum og áhrifum skurðhjúkrunar
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2009-09-01
Metadata
Show full item recordOther Titles
Patient safety in the operating room: Work environment and operating room nursingCitation
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2009, 85(4):53-60Abstract
Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á því hvernig stuðlað er að öryggi sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir og hvað hjúkrunarfræðingar á skurðstofum álíta að ógni öryggi. Rannsóknin var eigindleg og gagna var aflað með viðtölum við skurðhjúkrunarfræðinga og með umræðum í rýnihópum. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar á tveimur skurðstofum Landspítala – háskólasjúkrahúss. Gögn voru greind með túlkandi innihaldsgreiningu. Niðurstöður lýsa þáttum sem styrkja öryggi sjúklinga, svo sem áherslu á fyrirbyggingu í skurðhjúkrun, skipulagi starfa skurðhjúkrunarfræðinga í sérhæfð teymi og áhrifum góðs samstarfs á skurðstofum. Þáttum, sem geta ógnað öryggi sjúklinga, var einnig lýst. Það eru fyrst og fremst þættir sem lúta að skipulagi og vinnuumhverfi, svo sem miklum hraða, auknum kröfum um afköst, vinnuálagi, ójafnvægi í mönnun og því að hafa ekki stjórn á aðstæðum. Atvik, sem upp hafa komið, voru rædd í rýnihópunum. Gildi rannsóknarinnar felst í því að þáttum í starfsemi skurðstofa, sem hjúkrunarfræðingar telja að styrki öryggi sjúklinga og ástæða er til að hlúa að, er lýst sem og þáttum sem ógna öryggi.The aim of this study was to gain knowledge of what enhances the safety of patients undergoing operations and what OR nurses perceive as threats to their safety. This was a qualitative study based on interviews with OR nurses and focus group discussions among them. Participants were nurses on two of the OR units at Landspitali University Hospital. Data were analysed using an interpretive content analysis. They reflect factors in OR nursing that enhance patient safety such as the emphasis placed on prevention of mistakes, the organization of the work into specialized teams and good collaboration in the teams. Factors that threaten patient safety were mainly related to the organization of the work and the conditions under which the work took place. The speed at which the work is performed, demands increased efficiency and output, instability in staffing and lack of control over the conditions of work were all mentioned. Insidents that have occured were discussed in the focus groups. This study has added to current knowledge and understanding by outlining factors in the OR work environment that OR nurses consider strengthening for patient safety and should therefore be enhanced as well as describing factors that threaten patient safety.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.hjukrun.isCollections