Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Skúli G. JohnsenIssue Date
1992-12-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1992, 78(10):435-9Abstract
Helstu viðfangsefni heilbrigðisfræðinnar eru sjúkdómavarnir og efling heilsu. Íslensk læknaefni hafa lært þessa grein frá því áður en Læknaskólinn var stofnaður árið 1876 (1). Þrátt fyrir að heilbrigðisfræðin eigi svo langa sögu í læknakennslu hér á landi er hún ekki í tölu þeirra greina sem viðurkenndar eru til sérnáms. Aðeins er eitt dæmi þess að sérfræðileyfi hafi verið veitt á þessu sviði sem aðalgrein, þó að sjálfsögðu hafi fleiri læknar lokið slíku námi. Þeir hafa hins vegar fengið viðurkenningu í öðrum greinum. Stór verkefni eru fyrirliggjandi innan heilbrigðisfræðinnar. Nægir þar að nefna, að 24 af 37 markmiðum íslenskrar heilbrigðisáætlunar er ætlað að koma í framkvæmd með forvörnum gegn sjúkdómum og hverskonar aðgerðum til að efla og bæta heilsufar (2). Er vandséð hvernig þessum markmiðum verði náð án þess að sérfræðileg þekking á sviði heilbrigðisfræði í landinu verði aukin. Fátt væri þessari grein læknisfræðinnar meira til framdráttar en að stofna til sérfræðiviðurkenningar á sviði hennar. Það er því mjög æskilegt að læknadeild Háskóla islands komi til móts við þarfir þjóðfélagsins í þessu efni, með því að beita sér fyrir að heilbrigðisfræði verði viðurkennd sem sérgrein í læknisfræði hér á landi.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections