Truflun á meðhöndlun mótefnafléttna hjá sjúklingum með herslismein
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1992-10-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1992, 78(8):331-4Abstract
Komplímentkerfið getur hindrað myndun stórra mótefnafléttna (immune complex), sem falla út í æðaveggi. Rannsakaðir voru 18 sjúklingar með herslismein (systemic sclerosis, scleroderma), 16 konur og tveir karlar. Meðalaldur sjúklinganna var 53,5 ár og sjúkdómslengd 9,9 ár. Þrettán sjúklinganna höfðu lítt virkan sjúkdóm en fimm höfðu virkan sjúkdóm. Til samanburðar voru rannsakaðir 103 handahófsvaldir blóðþegar og 30 sjúklingar með iktsýki. I ljós kom að sermi sjúklinga með herslismein reyndist hafa skerta getu til að halda mótefnafléttum á floti samanborið við fríska blóðgjafa og sjúklinga með iktsýki (p<0,001). Virkni komplímentkerfis sjúklinga með herslismein til að sundra rauðum blóðkornum CH50 (total hemolytic compliment) var hins vegar eðlileg í öllum nema einum. Atta sjúklinganna höfðu hækkun á C3d, en engin fylgni var á milli C3d hækkunar og lítillar virkni komplímentkerfisins til að halda mótefnafléttum á floti. Þessar niðurstöður benda til þess að sjúklingar með herslismein hafi galla í komplímentkerfinu, sem geti torveldað þeim að hreinsa mótefnafléttur úr líkamanum.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections