Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Guðmundur OddssonIssue Date
1992-09-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1992, 78(7):293-7Abstract
Parasetamól er eitt algengasta og vinsælasta verkjalyf hér á landi. Lyfið er gott verkjalyf, það hefur álíka kröftuga verkjastillandi verkun og asetýlsalisýlsýra en hins vegar mjög fáar aukaverkanir, þolist yfirleitt vel og á þetta vafalaust mestan þátt í hinni miklu útbreiðslu þess. Þar við bætist að lyfið er selt án lyfseðils hér á landi og það er mikið notað í samsettum verkjalyfjum. Fyrsta verkjalyfið í þessum flokki var asetanelíð sem var selt undir nafninu antifebrín en það reyndist hins vegar mjög eitrað og var því notkun þess hætt. Náskylt lyf var fenasetín sem varð mjög vinsælt og mikið notað, enda hafði það ágæta verkjastillandi og hitalækkandi verkun en í ljós kom að það gat haft alvarlegar nýrnaskemmdir í för með sér við langvarandi notkun og jafnvel spurning um ávanahættu og var því notkun lyfsins víðast hvar hætt, meðal annars hér á landi. Fenasetín umbrotnar hins vegar að verulegu leyti í parasetamól og eftir að notkun fenasetíns var hætt jókst notkun parasetamóls að sama skapi. Auk verkjastillandi áhrifa hefur parasetamól ágæta hitalækkandi verkun, eða svipaða og aspirin, en hefur hins vegar nánast enga bólgueyðandi verkun og er því gagnslaust sem gigtarlyf. Eins og áður getur er lyfið mjög þægilegt í notkun vegna þess hve fáar aukaverkanir það hefur. Það hefur ekki ertandi áhrif á magaslímhúð sem er mikill kostur en ofnæmi, svo sem húðútbrot, eru vel þekkt og blóðflögufæð og hvítfrumnafæð hefur verið lýst í fáum tilfellum. Alvarlegasta hjáverkun parasetamóls er lifrarskemmd sem er háð skömmtum og kemur yfirleitt ekki fyrir ef lyfið er notað í venjulegum lækningaskömmtum. Er þessi hjáverkun aðaltilefni þessarar greinar og verður henni nánar lýst hér á eftir.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections