Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2009-09-01
Metadata
Show full item recordOther Titles
Ethical case discussion [editorial]Citation
Læknablaðið 2009, 95(9):557Abstract
Ritstjórn Læknablaðsins hefur hug á að efla umræðu innan stéttarinnar um siðferðileg álitamál. Í því skyni voru undirrituð fengin til að hrinda úr vör og ritstýra siðfræðidálki sem ætlunin er að birtist í nokkrum tölublöðum á ári fyrst um sinn. Uppsetning siðfræðidálksins verður með þeim hætti að fyrst verður kynnt tilfelli í stuttu máli en síðan fylgja hugleiðingar sem hafa almenna siðfræðilega og læknisfræðilega skírskotun en vísa jafnframt beint eða óbeint í tilfellið sem kynnt hefur verið. Þetta fyrirkomulag er sambærilegt við það sem lesendur þekkja úr dálkunum Tilfelli mánaðarins og Sjúkratilfelli með yfirliti. Tilfellin munu vonandi flest koma frá íslenskum læknum og viljum við hvetja lesendur til að miðla okkur reynslusögum sem veita tilefni til siðfræðilegrar umræðu. Sönnum tilfellum verður breytt til að tryggja persónuvernd læknis og sjúklings. Af sömu sökum verður heimildarmaður hvers tilfellis ekki nafngreindur. Einnig má búast við að skáldaleyfi verði stundum nýtt í framsetningu tilfellanna umfram það sem þarf til að tryggja nafnleynd ef það stuðlar að auknu fræðslu- og umræðugildi. Við leggjum þó áherslu á samvinnu og samráð við heimildarmann í allri úrvinnslu. Verklagsreglum Læknablaðsins varðandi nafnleynd verður að sjálfsögðu fylgt. Hugleiðing sem fylgir tilfellinu er á hinn bóginn skrifuð af lækni eða öðrum sem varpað geta ljósi á söguna og birtist hún undir nafni.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections