Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1992-05-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1992, 78(5):172-9Abstract
Í mörg ár hafa mælingar á heildarkólesteróli, þríglýseríðum og kólesteróli í háþéttni fituprótíni (high density lipoprotein, HDL) verið notaðar til að meta áhættu á kransæðasjúkdómum. Apoprótín (apo) AI er eitt meginprótín HDL og apo B er meginprótín lágþéttni fituprótíns (low density lipoprotein, LDL). Fituprótín (a) (Lp(a)) samanstendur af apo (a) og LDL. Í nokkrum rannsóknum virtist apo AI hafa sterkt forspárgildi um kransæðastíflu og apo B hafa svipað forspárgildi og heildarkólesteról og LDL-kólesteról. Há gildi af Lp (a) virðast tengd aukinni tíðni á kransæðastíflu. Við mældum apo AI, B og (a) í 317 Íslendingum (151 karli og 166 konum) úr almennu þýði á aldursbilinu 15-79 ára, þar sem meðaldur kynja var svipaður. Að auki voru mæld gildi fyrir heildarkólesteról, þríglýseríð og HDL-kólesteról. LDL-kólesteról var reiknað út frá jöfnu Friedewalds. Meðalþéttni apo AI í körlum og konum var 144,9 (±20.6) og 161,7 (±23,5) mg/dl og var marktækur munur milli kynjanna (p<0,001). Meðalþéttni apo B var marktækt hærri í körlum, 120,1 (±25,8) á móti 111,6 (±28.6) mg/dl í konum (p<0,01). Apo B í báðum kynjum (r=0,45-0,62, p<0,001), ásamt apo AI í konum (r=0,26, p<0,01) höfðu marktæka fylgni við aldur. Apo AI hafði sterka fylgni við HDL-kólesteról (r=0,85 og 0,86) (p<0,001), einnig var sterk fylgni milli apo B og LDL-kólesteróls (r=0,89 og 0,95). Lp (a) var ekki normaldreift og mældist meðalþéttni 24,7 (±31,1) mg/dl í körlum en 26,3 (±32.3) mg/dl í konum og var munurinn ekki marktækur. Þessar niðurstöður eru sambærilegar við þær sem hafa fengist í rannsóknum meðal annarra Evrópuþjóða.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections