Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Sigurður J. GrétarssonIssue Date
2009
Metadata
Show full item recordCitation
Sálfræðiritið 2009, Fylgirit 1. 14:3-6Abstract
Vísindi og rannsóknir gegna mikilvægu hlutverki í daglegu starfi sálfræðinga. Hér er kennt að dagleg verk fagmanna geti ekki öll verið vísindaleg eða byggð á rannsóknarniðurstöðum en að ekki sé þar með sagt að rannsóknir séu óraunhæf undirstaða faglegra verka eða að hvað sem er geti þar orðið leyfilegt í nafni innsæis og reynslu. Bent er á að aðild vísinda að fagmennsku sé margbrotin og ekki bundin við einfalda reglu eða aðferð og að þekkingargrunnur, rannsóknaniðurstöður, kenningar og aðferðir vísinda verði allt að tengjast daglegu starfi fagmanna. Minnt er á að skilningur á óvissu er óhjákvæmilegur þáttur í vísindalegri hugsun þannig að vitneskja um það hvernig hlutirnir eru ekki er iðulega mikilvægt framlag fagmanna í öllum greinum. Lagt er til að í faglegri þjálfun í sálfræði sé lögð áhersla á raunhæfan skilning á mikilvægi og gagnsemi vísinda en að gagnsemi verði þó ekki felld að einfaldri leiðsagnarreglu.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.sal.isCollections