Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Jóhannes BjörnssonIssue Date
2009-10-01
Metadata
Show full item recordOther Titles
Defining the Icelandic Medical Journal [editorial]Citation
Læknablaðið 2009, 95(10):645Abstract
Löng hefð er fyrir því að íslenzkir læknar birti niðurstöður vísindarannsókna sinna í Læknablaðinu, reyndar aftur til ársins 1915. Það einkennir þó þessar birtingar, að niðurstöðurnar höfðu oft birzt í erlendum tímaritum áður og birting í Læknablaðinu var ætluð til þess að kynna íslenzkum kollegum niðurstöðuna sérlega. Við þessi vinnubrögð er ekkert að athuga. Í fyrsta lagi er öldungis ljóst, að til lítils er að stunda rannsóknavinnu ef vísindasamfélagið í sem stærstum skilningi þess orðs nýtur ekki niðurstöðunnar. Í öðru lagi er tvíbirting greina fyllilega heimil undir tilteknum kringumstæðum, sem tilgreindar eru í leiðbeiningum alþjóðasamtaka ritstjóra læknarita (http://www.icmje.org). Á þetta sérstaklega við þegar lesendahópar ritanna eru ólíkir og þá fyrst og fremst ef um er að ræða birtingu á tveimur óskyldum tungumálum. Undantekningar eru til frá því sem áður greinir um fyrstu birtingar íslenzkra greina í erlendum tímaritum og í Læknablaðinu frá 20. öldinni leynast nokkrar vísindagreinar, sem náðu seint eða ekki til alþjóðasamfélagsins og hefðu þó átt að gera það. Ritstjórnir Læknablaðsins hafa lengi áttað sig á mikilvægi þess að vísindahluti Læknablaðsins nái til alþjóðasamfélagsins. Reyndar má spyrja þeirrar spurningar, hvort máli skipti hvar vísindaniðurstöður birtist, hin svokallaða hnatt-/alþjóðavæðing hafi brotið niður múra milli þjóða. Það hefur hins vegar verið sannfæring ritstjórna Læknablaðsins og vafalaust meirihluta íslenzkra lækna að alþjóðasamfélaginu væri ljóst að um væri að ræða vísindavinnu íslenzkra lækna og að sú vinna hefði verið unnin á Íslandi. Það er reyndar hluti af sjálfsímynd okkar og viðhaldi hennar, að okkur sjálfum og alþjóðasamfélaginu sé ljóst að Íslendingar hafi unnið þessa vinnu og það á Íslandi.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections
Related articles
- [Scientific articles in the Icelandic Medical Journal 2004-2008: an overview].
- Authors: Gudbjartsson T, Sigurdsson E
- Issue date: 2009 Oct
- A comparison between LPV and a sister journal in the field of phoniatrics and logopedics.
- Authors: Howard DM, Svec JG
- Issue date: 2008
- Publications from China: the sleeping giant awakens.
- Authors: Goh KL, Farrell GC
- Issue date: 2008 Mar
- [Research in gastroenterology in Argentina: a species to protect].
- Authors: Rodríguez C, Mastai R
- Issue date: 2005
- Editorʼs commentary.
- Authors: Heinemann MK
- Issue date: 2011 Mar