Hugræn atferlismeðferð við langvinnu þunglyndi : samanburður á einstaklings- og hópmeðferð í endurhæfingu á geðsviði Reykjalundar
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2009
Metadata
Show full item recordCitation
Sálfræðiritið 2009, Fylgirit 1. 14:57-61Abstract
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) við langvinnu þunglyndi hjá sjúklingum sem ekki hafa svarað hefðbundinni meðferð nægjanlega vel (treatment-resistant depression). Bornir voru saman þrír hópar sjúklinga á geðsviði Reykjalundar. Þátttakendur voru samtals 206 sjúklingar með langvinnt þunglyndi. Tveir meðferðarhópar inniliggjandi sjúklinga fengu annað hvort einstaklings HAM (n=68) eða hóp HAM (n=99). Samanburðarhópur (n=39) inniliggjandi sjúklinga fékk ekki HAM en var að öðru leyti í sömu endurhæfingu. Fyrstu niðurstöður sýna góðan árangur hjá öllum hópum en þátttakendur sem fengu einstaklings HAM náðu marktækt betri árangri en þeir sem fengu hóp HAM eða voru í samanburðarhópi. Vera má að hóparnir hafi verið of stórir (12- 14) eða sjúklingarnir með of alvarleg og fjölbreytt vandamál til að hópmeðferð sé nægjanleg. Kanna þarf árangur af minni hópum (7-8) og skoða hvaða sjúklingum gagnast hópar vel og hverjir þurfa einstaklingsmeðferð.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.sal.isCollections