Forvörn þunglyndis meðal ungmenna : mat á árangri sex mánuðum eftir námskeið
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2009
Metadata
Show full item recordCitation
Sálfræðiritið 2009, Fylgirit 1. 14:68-72Abstract
Meiri háttar þunglyndiskast (MHÞ) og óyndi er algengt, hamlandi og langvarandi og á oftast upptök seint á táningsaldri. Rannsóknir hafa leitt í ljós að allt að fjórðungur ungmenna muni eiga við MHÞ eða óyndi að stríða áður en framhaldskóla sleppir. Börn sem upplifa MHÞ eiga frekar á hættu að fá slík köst síðar á lífsleiðinni. Vendipunktur fyrir þróun fyrsta þunglyndiskasts er á aldrinum 14-15 ára og um 18 ára aldur hafa 19% ungmenna þegar greinst með MHÞ. Lagt var mat á langtímaárangur námskeiðs, sem sniðið er til að koma í veg fyrir þróun þunglyndis þeirra, sem ekki hafa upplifað MHÞ. Þátttakendur voru 171 nemandi úr 9. bekk grunnskóla, sem taldir voru í áhættu að þróa þunglyndi eða óyndi vegna margra einkenna þunglyndis eða neikvæðs skýringarstíls. Þeim sem uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku var dreift af handahófi í tilrauna- og viðmiðunarhópa. Hittust hópar í 14 skipti. Námskeiðin byggðust á sálfélagslegu líkani og var farið í viðnám þátta sem taldir er tengjast þróun þunglyndis. Hugmyndafræðilega og við framkvæmd var stuðst við kenningar hugrænnar atferlismeðferðar. Með greiningarviðtali kom í ljós við 6 mánaða eftirfylgd að um tæplega 2% þátttakenda í tilrauna- og rúmlega 13% í samanburðarhópi höfðu uppfylltu skilmerki fyrir þunglyndi eða óyndi. Niðurstöður sýna að sporna megi við þróun þunglyndis ungmenna.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.sal.isCollections