Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Einar StefánssonIssue Date
1992-04-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1992, 78(4):145Abstract
Í þessu hefti Læknablaðsins rita Kristján Oddsson og Davíð O. Arnar um atvinnuhorfur lækna í Evrópu. Nokkurt atvinnuleysi er meðal lækna í Vestur-Evrópu, en misjafnt eftir löndum. Þótt ekki sé opinbert atvinnuleysi meðal lækna á Íslandi, benda Kristján og Davíð á það, að tæplega fjögur hundruð íslenskir læknar eru við framhaldsnám eða störf erlendis og augljóslega fer því fjarri að allir íslenskir læknar geti fundið störf á Íslandi. Læknum hefur fjölgað í flestum ríkjum Vestur- Evrópu um langt árabil, en víðast hvar hafa læknaskólar og stjórnvöld dregið úr þessari fjölgun og líklega mun nást jafnvægi á vinnumarkaði lækna í Evrópu um eða upp úr næstu aldamótum. Þetta á þó ekki við um Ísland. Íslenskum læknum fjölgar enn og spá Kristján og Davíð því að offramboð á íslenskum læknum verði til staðar fram á fyrstu áratugi næstu aldar.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections