Show simple item record

dc.contributor.authorJónas Magnússon
dc.contributor.authorPáll Helgi Möller
dc.contributor.authorÞórarinn Sveinsson
dc.date.accessioned2009-12-01T14:17:17Z
dc.date.available2009-12-01T14:17:17Z
dc.date.issued1992-02-01
dc.date.submitted2009-12-01
dc.identifier.citationLæknablaðið 1992, 78(2):43-7en
dc.identifier.issn0023-7213
dc.identifier.urihttp://hdl.handle.net/2336/87195
dc.descriptionNeðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Openen
dc.description.abstractEndaþarmskrabbamein er nokkuð algengt krabbamein hérlendis, þrettánda í röðinni hjá konum og níunda hjá körlum. Skurðaðgerð er tæknilega erfið og tíðni staðbundinna afturkomu æxlis (local recidiv) er há. Upplýsingar um lífshorfur og tíðni staðbundinnar endurkomu eftir aðgerð vegna endaþarmskrabbameins liggja ekki fyrir hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða lífslíkur (probability of survival) og tíðni staðbundinnar endurkomu eftir aðgerð vegna endaþarmskrabbameins á skurðdeild Borgarspítalans. Afturvirk rannsókn var gerð á þeim sjúklingum skurðdeildar Borgarspítalans, sem greindust með endaþarmskrabbamein árin 1975-1987. Dukes flokkun var notuð við stigun sjúkdómsins. Lífslíkur voru metnar með líftöflu að hætti Kaplan-Meyer og miðast við 1. janúar 1989. Alls fundust 63 sjúklingar, 25 konur og 38 karlar. Sex sjúklingar féllu í Dukes stig A, 20 sjúklingar í Dukes stig B og 10 í Dukes stig C. Tuttugu og sjö sjúklingar voru taldir ólæknandi, par af 15 vegna þess að æxlin voru vaxin föst í grindarholi. Þrettán sjúkljngar af 36 með læknanlegan sjúkdóm (36%) og tíu sjúklingar af 27 með ólæknandi sjúkdóm (37%) höfðu æxlið innan 10 cm frá endaþarmsopi. Dánartala eftir aðgerð var 1.6% (einn sjúklingur). Sjúklingar virtust læknaðir eftir aðgerð ef um stig Dukes A var að ræða. Líkindin á fimm ára lifun eftir aðgerð vegna stigs Dukes B reyndist kringum 55%, en í kringum 25% við Dukes stig C. Ef um líknandi aðgerð var að ræða voru líkindi á lifun miklu lakari. Staðbundin afturkoma kom ekki fyrir við stig Dukes A, en í tveimur tilfellum við Dukes stig B (2/20) og sjö við Dukes stig C (7/10). Við greiningu voru 43% sjúklinga (27/63) ólæknandi. Aðeins 42% sjúklinga féllu í hóp Dukes A eða B með sæmilegar batahorfur. Tuttugu og þrjú æxli 37% (23/63), voru innan 10 cm frá endaþarmsopi en tíu þeirra ólæknandi þegar við greiningu. Ef einhver breyting til batnaðar á að verða á lifun við þennan sjúkdóm, verður að greina hann fyrr, sem ætti að vera þrautalaust þegar þriðjungur æxlanna er innan 10 cm frá endaþarmsopi. Tíðni staðbundinna afturkoma er mikið vandamál (2/20 við Dukes stig B og 7/10 við Dukes stig C). Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar eru dregnar saman er ljóst að þessi æxli greinast fremur seint, dánartala tengd aðgerð er lág, lifun er í samræmi við stigun og staðbundin afturkoma er verulegt vandamál hérlendis sem og erlendis.
dc.language.isoisen
dc.publisherLæknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkuren
dc.relation.urlhttp://www.laeknabladid.isen
dc.subjectKrabbameinen
dc.subjectEndaþarmskrabbameinen
dc.subject.meshColonic Neoplasmsen
dc.subject.meshRectal Neoplasmsen
dc.titleEndaþarmskrabbamein á Borgarspítalanum 1975-1987. Horfur eftir aðgerðis
dc.typeArticleen
dc.identifier.journalLæknablaðiðen
refterms.dateFOA2018-09-12T19:00:53Z
html.description.abstractEndaþarmskrabbamein er nokkuð algengt krabbamein hérlendis, þrettánda í röðinni hjá konum og níunda hjá körlum. Skurðaðgerð er tæknilega erfið og tíðni staðbundinna afturkomu æxlis (local recidiv) er há. Upplýsingar um lífshorfur og tíðni staðbundinnar endurkomu eftir aðgerð vegna endaþarmskrabbameins liggja ekki fyrir hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða lífslíkur (probability of survival) og tíðni staðbundinnar endurkomu eftir aðgerð vegna endaþarmskrabbameins á skurðdeild Borgarspítalans. Afturvirk rannsókn var gerð á þeim sjúklingum skurðdeildar Borgarspítalans, sem greindust með endaþarmskrabbamein árin 1975-1987. Dukes flokkun var notuð við stigun sjúkdómsins. Lífslíkur voru metnar með líftöflu að hætti Kaplan-Meyer og miðast við 1. janúar 1989. Alls fundust 63 sjúklingar, 25 konur og 38 karlar. Sex sjúklingar féllu í Dukes stig A, 20 sjúklingar í Dukes stig B og 10 í Dukes stig C. Tuttugu og sjö sjúklingar voru taldir ólæknandi, par af 15 vegna þess að æxlin voru vaxin föst í grindarholi. Þrettán sjúkljngar af 36 með læknanlegan sjúkdóm (36%) og tíu sjúklingar af 27 með ólæknandi sjúkdóm (37%) höfðu æxlið innan 10 cm frá endaþarmsopi. Dánartala eftir aðgerð var 1.6% (einn sjúklingur). Sjúklingar virtust læknaðir eftir aðgerð ef um stig Dukes A var að ræða. Líkindin á fimm ára lifun eftir aðgerð vegna stigs Dukes B reyndist kringum 55%, en í kringum 25% við Dukes stig C. Ef um líknandi aðgerð var að ræða voru líkindi á lifun miklu lakari. Staðbundin afturkoma kom ekki fyrir við stig Dukes A, en í tveimur tilfellum við Dukes stig B (2/20) og sjö við Dukes stig C (7/10). Við greiningu voru 43% sjúklinga (27/63) ólæknandi. Aðeins 42% sjúklinga féllu í hóp Dukes A eða B með sæmilegar batahorfur. Tuttugu og þrjú æxli 37% (23/63), voru innan 10 cm frá endaþarmsopi en tíu þeirra ólæknandi þegar við greiningu. Ef einhver breyting til batnaðar á að verða á lifun við þennan sjúkdóm, verður að greina hann fyrr, sem ætti að vera þrautalaust þegar þriðjungur æxlanna er innan 10 cm frá endaþarmsopi. Tíðni staðbundinna afturkoma er mikið vandamál (2/20 við Dukes stig B og 7/10 við Dukes stig C). Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar eru dregnar saman er ljóst að þessi æxli greinast fremur seint, dánartala tengd aðgerð er lág, lifun er í samræmi við stigun og staðbundin afturkoma er verulegt vandamál hérlendis sem og erlendis.


Files in this item

Thumbnail
Name:
L1992-02-78-F1.pdf
Size:
447.9Kb
Format:
PDF
Description:
Allur texti - Full text

This item appears in the following Collection(s)

Show simple item record