Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Árni GunnarssonIssue Date
1991-11-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1991, 77(9):335-6Abstract
Líklegt má telja, að höfundi þessa leiðara hafi verið ætlað það hlutverk að draga ályktanir af meginniðurstöðu könnunar þeirra Hólmfríðar Gunnarsdóttur og Vilhjálms Rafnssonar á dauðaslysum á sjó (drukknanir sjómanna) á árabilinu 1966 til 1986. Könnunin/rannsóknin birtist í þessu blaði og þar segir meðal annars orðrétt: »Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þrátt fyrir átak í slysavörnum hefur dauðaslysum á sjó, þar á meðal drukknunum, ekki fækkað svo óyggjandi sé.« Þessi staðhæfing hlýtur að valda starfsmönnum Slysavarnafélags Íslands og slysavarnafólki öllu talsverðu hugarangri. Getur verið, að 60 ára barátta fyrir bættum slysavörnum hafi ekki borið árangur? Það er ekki viðunandi að draga slíka ályktun, en niðurstaðan vekur hins vegar fjölmargar spurningar. Það má til dæmis velta því fyrir sér hvort ný tækni, öflugri vélar, auknar kröfur um afköst, gífurlegt vinnuálag og núverandi fiskveiðistefna hafi aukið hættu á slysum. Eða getur verið, að nauðsynlegar slysavarnir hafi að einhverju leyti setið á hakanum af því að þær kosta peninga? Eru slysin kannski fórnarkostnaður kröfunnar um aukna þjóðarframleiðslu og meiri þjóðartekjur?Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections