• English
    • íslenska
  • íslenska 
    • English
    • íslenska
  • Login
View Item 
  •   Forsíða
  • Journal Articles, Peer Reviewed (Ritrýndar vísindagreinar)
  • Icelandic Journal Articles (Peer Reviewed)
  • View Item
  •   Forsíða
  • Journal Articles, Peer Reviewed (Ritrýndar vísindagreinar)
  • Icelandic Journal Articles (Peer Reviewed)
  • View Item
JavaScript is disabled for your browser. Some features of this site may not work without it.

Browse

All of HirslaCommunitiesHöfundiTitliEfniEfnisorði (MeSH)ÚtgáfudegiTímaritiThis CollectionHöfundiTitliEfniEfnisorði (MeSH)ÚtgáfudegiTímariti

My Account

LoginRegister

Local Links

FAQ - (Icelandic)FAQ - (English)Hirsla LogosAbout LandspitaliLSH Home PageLibrary HomeIcelandic Journals

Statistics

Display statistics

Astmi - bráðaofnæmi : vaxandi heilbrigðisvandamál

  • CSV
  • RefMan
  • EndNote
  • BibTex
  • RefWorks
Thumbnail
Name:
L1991-09-77-F4.pdf
Size:
851.5Kb
Format:
PDF
Description:
Allur texti - Full text
Download
Average rating
 
   votes
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item. When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
 
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Authors
Davíð Gíslason
Útgáfudagur
1991-11-01

Metadata
Show full item record
Citation
Læknablaðið 1991, 77(9):349-56
Útdráttur
INNGANGUR Margir læknar, sem fást við ofnæmissjúkdóma, hafa á tilfinningunni að tíðni (prevalence) bráðaofnæmis fari vaxandi. Sú spurning er því áleitin, hvort aukningin sé raunveruleg eða aðeins sýndaraukning vegna betri greiningar og aukins áhuga á ofnæmissjúkdómum. Fáir sjúkdómar eru jafn háðir umhverfi og atvinnuháttum og bráðaofnæmi. Þess vegna geta þjóðfélagsbreytingar haft áhrif á tíðni þeirra. Aukist tíðnin vekur það spurningar um óheppilegar aðstæður sem leitast þarf við að lagfæra. En til að það megi takast er nauðsynlegt að þekkja orsakirnar. Venja er að skipta ofnæmisviðbrögðum í fjóra flokka. Fyrsti flokkurinn, sem hér verður rætt um, kallast bráðaofnæmi (atopic allergy). Einkenni bráðaofnæmis koma einkum fram í slímhúðum og húð, sérstaklega í öndunarfærum og augum. Einkenna verður vart aðeins nokkrum mínútum eftir að sjúklingurinn kemst í snertingu við ofnæmisvakann. Í lungunum einkennast ofnæmisviðbrögðin af andþyngslum, surgi fyrir brjóstinu og teppu í berkjunum. Þessi einkenni eru fyrst og fremst vegna samdráttar í sléttum vöðvum berkjanna fyrir áhrif boðefna, sem losna úr læðingi við ofnæmisviðbrögðin og koma aðallega frá mastfrumum í slímhúðinni. Ofnæmiseinkennin líða frá á einni til tveimur klukkustundum. Sumir fá ofnæmiseinkenni aftur sem ná hámarki eftir sex til 12 klukkustundir. Þessi viðbrögð líða frá á einum sólarhring og falla ekki undir neinn af ofnæmisflokkunum fjórum. Þau eru tiltölulega nýlega uppgötvuð, og eðli þeirra er ekki full rannsakað. íferð af bólgufrumum í berkjuslímhúðinni virðist valda seinni viðbrögðunum. Eósínfíknar frumur eru mest áberandi og boðefni frá mastfrumunum kalla þær á vettfang. Samfara frumuíferðinni myndast bjúgur, og þetta ásamt skemmdum í slímhúðarþekjunni og slímtöppum í berkjunum eru megin einkenni á meingerð astma. Samfara þessum vefrænu breytingum verða berkjurnar næmari fyrir áreiti (1). Þótt astmi hafi löngum verið talinn til ofnæmissjúkdóma þá eru orsakir hans fleiri en ofnæmi, til dæmis áreynsla. Astmaviðbrögðin eftir áreynslu koma álfka fljótt og við ofnæmi. Sein astmaviðbrögð koma líka stundum eftir áreynslu og virðist eðli þeirra hið sama og við ofnæmisastma. Ymiss konar annað áreiti getur valdið astma eða gert einkenni hans verri, og verður vikið nánar að því síðar. Þótt ofnæmi sé aðeins ein af orsökum astma er það þó líklega sú mikilvægasta og betur rannsökuð en annað sem áhrif hefur á astma. Ofnæmið vegur þyngst hjá þeim sem fá astma snemma á ævinni. Af þeim sem fá astma fyrir 10 ára aldur hafa yfir 50% ofnæmi en aðeins um 20% þeirra sem fá astma eftir þrítugt og 2% þeirra sem fá astma eftir fimmtugt (2,3)-En þrátt fyrir þetta eru tengsl bráðaofnæmis og astma það náin, að umhverfisáhrif sem breyta tíðni annars sjúkdómsins eru líkleg til að breyti tíðni hins á sama veg. Af þeirri ástæðu er eðlilegt að skoða þessa sjúkdóma saman þegar kannað er hvort þeir séu að verða algengari. Hér á eftir verða þrjú atriði skoðuð sem líklega geta haft áhrif á tíðni ofnæmis: Erfðir, ofnæmisvakar í umhverfinu og ofnæmisglæðandi umhverfisþættir (adjuvant factors).
Lu00FDsing
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)
Vefslóð
http://www.laeknabladid.is
Collections
Icelandic Journal Articles (Peer Reviewed)

entitlement

 

DSpace software (copyright © 2002 - 2021)  DuraSpace
Quick Guide | Contact Us
Open Repository is a service operated by 
Atmire NV
 

Export search results

The export option will allow you to export the current search results of the entered query to a file. Different formats are available for download. To export the items, click on the button corresponding with the preferred download format.

By default, clicking on the export buttons will result in a download of the allowed maximum amount of items.

To select a subset of the search results, click "Selective Export" button and make a selection of the items you want to export. The amount of items that can be exported at once is similarly restricted as the full export.

After making a selection, click one of the export format buttons. The amount of items that will be exported is indicated in the bubble next to export format.