Orðasmíði í læknisfræði - Íðorðastarf fyrr og nú : Hverjir? Hvernig? Hvers vegna?
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Örn BjarnasonIssue Date
1991-12-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1991, 77(10):391-6Abstract
GAGNRÝNI Á MÁLFARINU í LÆKNABLAÐINU Í nýútkomnu riti um málhreinsun á Íslandi segir frá því, að nýyrðasmíð í læknisfræði hafi ekki hafizt að marki fyrr en fremur seint. Það hafi ekki verið fyrr en Guðmundur Björnsson kom að Læknaskólanum 1894, að farið var að leitast við það í kennslu, að setja íslenzk læknisfræðiheiti í stað þeirra erlendu. Lengi á eftir hafi læknar þó verið tregir til að nota íslenzku orðin, jafnvel á prenti. Hafi málfarið á Læknablaðinu, sem hóf göngu sína 1915, verið svo útlenzkuskotið, að þess hafi verið fá dæmi í prentuðu máli á þeim tíma. Guðmundur Björnsson, þá orðinn landlæknir, skrifaði harða ádrepu um málfarið í blaðinu árið 1916 og taldi þjóðarhneisu, og árið 1928 gagnrýndi Guðmundur Finnbogason landsbókavörður blaðið fyrir málblending (2). Guðmundur Hannesson professor getur þess árið 1941, að í fræðum lækna sé aragrúi hluta og hugtaka, sem eigi engin íslenzk heiti, sízt svo, að þau hafi náð festu í málinu. Hafi þá alþjóðleg (latneskgrísk) heiti verið notuð í þeirra stað. Þetta hafi valdið því, að læknamálið sé hið mesta hrognamál, eins og víða megi sjá í Læknablaðinu (3) og árið 1955 segir Vilmundur Jónsson landlæknir, að þetta eina málgagn íslenzkrar læknastéttar beri hnignandi málfari stéttarinnar vitni, því að segja megi, að hafi hin fyrsta ganga þess verið ill, þá sé hin síðari verri (4). Undanfarna áratugi hefir ritstjórn Læknablaðsins haldið fast við þá stefnu, að íslenzkað skuli allt sem íslenzkað verður (5). Þetta hefir kallað á verulega íðorðasmíð, en ekki er það mitt að dæma hvernig til hefir tekizt. Í þessari grein mun ég fyrst leitast við að gera grein fyrir því, hvað íðorðafræði eru, í hverju íðorðastarf er fólgið, hvað hefir áunnizt og hvað er framundan. Síðar mun ég reyna að svara nýlega fram kominni gagnrýni á kerfisbundna orðasmíð.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections