Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1991-08-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1991, 77(6):211-6Abstract
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samband gallblöðrutöku og krabbameina í ristli og endaþarmi hjá Íslendingum. Upplýsinga var aflað um sjúklinga sem gengist höfðu undir gallblöðrutöku á flestum sjúkrahúsum landsins á árunum 1955-1980 (26 ár). Samtals 3425 einstaklingum (857 körlum og 2568 konum) var fylgt eftir í 8-33 ár og fjöldi krabbameina í ristli og endaþarmi fundinn. Ekki fannst marktæk aukning á krabbameini í ristli og endaþarmi hjá konum og körlum samanlagt. Fjöldi krabbameina í endaþarmi hjá körlum og ristli og endaþarmi hjá konum var ekki marktækt aukinn. Hjá körlum fannst marktæk aukning á krabbameini í ristli eftir gallblöðrutöku (SIR 2.73; 95% vikmörk 1.25-5.19). Aukningin kom þó ekki fram fyrr en 11 árum eftir aðgerð. Þrátt fyrir þessa marktæku aukningu er reglubundið eftirlit ekki ráðlagt þar sem flestir karlmannanna voru 70 ára og eldri við greiningu ristilkrabbameinsins.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections