Áhríf andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis á andlega heilsu kvenna
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Erla Kolbrún SvavarsdóttirIssue Date
2008
Metadata
Show full item recordCitation
Geðvernd 2008, 37(1):12-20Abstract
Tilgangur: Að meta áhrif líkamlegs, andlegs og kynferðislegs ofbeldis á andlega heilsu meðal kvenna sem komu á slysa- og bráðadeild (SB) Landspítala-háskólasjúkrahúss (LSH) og meðal kvenna sem voru í meðgöngueftirliti á Miðstöð mæðraverndar (MM). Eftirfarandi tilgátur voru prófaðar: (a) Konur sem hafa verið beittar margþættu langvarandi andlegu, líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi (e. cumulative experience of abuse) af hálfu fjölskyldumeðlims tiltaka marktækt fleiri andleg sjúkdómseinkenni en þær konur sem ekki hafa reynslu af ofbeldi; (b) fyrri reynsla kvenna af kynferðislegu, andlegu og likamlegu ofbeldi af hálfu náins fjölskyldumeðlims og reynsla af því að vera þolandi ofbeldis í núverandi sambúð spáir marktækt fyrir um andlega heilsu kvennanna. Aðferð: Þetta er þversniðsrannsókn sem gerð var meðal kvenna sem komu á SB og MM (SB N = 101 og MM, N = 107). Gögnum var safnað með spurningarlistum, s.s listanum „Greining á ofbeldi gegn konum" (The Women Abuse Screening Tool (WAST) og með hálfstöðluðum viðtölum, þ.e. með viðtalsrammanum „Ofbeldi gegn konum: Mat og fyrstu viðbrögð" (Women Abuse: Screening and First Response). Niðurstöður Fyrri reynsla kvennanna sem þátt tóku á SB af kynferðislegu ofbeldi af hálfu náins fjölskyldumeðlims, reynsla af andlegu ofbeldi s.l. ár og reynsla beirra af ofbeldi í núverandi sambúð/hjónabandi, spáði fyrir um núverandi andlega heilsu og vellíðan þeirra. Fyrri reynsla kvenna sem þátt tóku á MM af líkamlegu ofbeldi, reynsla beirra af fyrrverandi kynferðislegu ofbeldi af hálfu náins fjölskyldumeðlims og það að vera fórnarlamb ofbeldis í núverandi sambúð/hjónabandi spáði fyrir um andlega heilsu beirra. Konur sem höfðu reynslu af margþættu ofbeldi (likamlegu, andlegu og eða kynferðislegu ofbeldi) bjuggu við verri andlega heilsu en konur sem höfðu mátt þola eina eða tvær tegundir af ofbeldi og/eða höfðu ekki verið beittar ofbeldi. Lokaorð Konur sem eru fórnarlömb ofbeldis hér á landi leita eftir heilbrigðisþjónustu hjá slysa- og bráðadeild LSH og þær þeirra sem eru barnshafandi eru í meðgöngueftirliti á göngudeildum fyrir áhættumeðgöngu hjá Miðstöð mæðraverndar. Vitneskja um það hve víðtæk áhrif ofbeldis eru á heilsufar kvenna, bæði áhrifin af fyrra og margþættu ofbeldi, sem og að vera þolandi ofbeldis í núverandi sambandi, undirstrikar mikilvægi þess að greina ofbeldi gegn konum með reglubundnum hætti á slysa- og bráðadeildum sem og á göngudeild fyrir áhættumeðgöngu.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Collections