Bilið brúað milli bráðadeildar og hefðbundinnar göngudeildar þjónust: reynslan af sérhæfðri endurhæfingardeild (D28)
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2007
Metadata
Show full item recordCitation
Geðverend 2007, 36(1):31-7Abstract
Endurhæfing einstaklinga með alvarlega geðfötlun er flókið og margbreytilegt ferli sem tekur á öllum þáttum meðferðar. Hún krefst þolinmæði og fagmennsku margra meðferðaraðila. Frá upphafi verður að gera ráð fyrir löngu bataferli (1) Ýmis áföll og sjúkdómar geta orðið til þess að skjólstæðingur getur ekki nýtt hæfileika sína og getu til þess að sjá sér farborða og staðist kröfur samfélagsins. Heilsa og heilsuleysi er oft sett fram sem andstæður en í raun er heilsuleysi oft einskonar ferli, veikleiki á einhverju sviði sem birtist og þróast við vissar aðstæður og á þetta ekki síst við um marga geðsjúkdóma (1). Í þessum tilvikum er sjúkdómurinn hluti af lífi þessa fólks. Ljóst er að þegar sjúkdómurinn hindrar virka þátttöku einstaklinga í samfélaginu, er árangursrík meðferð og endurhæfing ásamt eftirfylgni forsenda þess að þeir geti aðlagast samfélaginu að nýju. Þannig má segja að endurhæfing feli í sér tvo megin þætti. Annars vegar meðferð sjúkdómsins sem hindrar sjúklinginn í þátttöku í eðlilegu lífi og hins vegar vinnu sjúklingsins að eigin aðlögun að samfélaginu og ábyrgð á eigin lífi. Einnig er mikilvægt að tekið sé tillit til þjóðfélagslegra aðstæðna. Áríðandi er að læknismeðferð og vinna þverfaglegra hópa meðferðaraðila sé stunduð samhliða, í nánu samstarfi við skjólstæðinginn og aukin áhersla sé lögð á reglulega eftirfylgni (2). Nú í dag eru til fjölmargar aðferðir og áætlanir fyrir endurhæfingu. Margar grundvallarreglur og einstakir þættir þeirra eru hluti af flestum áætlunum og hér á eftir eru settar fram nokkrar grunnreglur og hugtök úr ólíkum meðferðaráætlunum sem hafa mótað starfið á deild 28 (3). Allt fólk hefur getu til að þroskast og þeir sem búa við hindranir vegna sjúkdómseinkenna, geta bætt líkamlega og tilfinningalega hæfni sína.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Collections