Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Vilhjálmur RafnssonIssue Date
1991-03-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1991, 77(3):97-8Abstract
Húsasótt er safn einkenna sem margir verða varir við en gætir oftar hjá starfsmönnum í sumum húsum en öðrum. Fólk finnur að einkennin koma þegar það er í húsunum en dregur úr þeim aftur þegar farið er úr byggingunum. Einkennin hafa verið athuguð með spurningalistum eða viðtölum. Það má skipta þeim í tvennt. Algengust eru almennu einkennin þreyta, slappleiki og höfuðverkur. Ógleði gerir einnig vart við sig. Oft er litið á þurrk, sviða eða önnur óþægindi í nefi og augum sem eina heild, en einnig koma fyrir þorsti og þurrkur í hálsi ásamt þurri húð og astma einkennum. Ekki er víst að hægt verði að rekja einkennin til einnar orsakar. Þegar orsaka þessara einkenna hefur verið leitað með faraldsfræðilegum rannsóknum hefur verið unnt að útiloka með mælingum í andrúmsloftinu að eftirfarandi þættir séu algengir eða venjulegir skýringarþættir: hraði loftskipta, mengun formaldihýðs, ósóns, loftjóna, kolmónoxíðs, koldíoxíðs, tölvur, hermannaveiki og smitsjúkdómar. Aftur á móti hafa margar athuganir sýnt að í húsum sem menguð eru af örverum vegna raka frá kælikerfum eða rakagjöfum hafa starfsmenn meira af einkennum en annars staðar. Oftast hafa þó ekki fundist tengsl einkenna um húsasótt við örverur í andrúmsloftinu en stundum hafa slík tengsl fundist við leysanlega mótefnavaka í andrúmsloftinu. Þeir sem mest hafa lagt sig fram um að leysa gátuna um húsasótt telja að í framtíðinni verði unnt að komast hjá hluta vandamálsins í tempruðu loftslagi, með því að byggja einföld hús sem loftræst eru um glugga og þeir sem í húsinu dveljast geti sjálfir stjórnað að nokkru umhverfinu. Þetta eru þó aðferðir sem vart munu duga fyrir byggingar í borgarkjörnum eða í öðru loftslagi.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections