Aukið úthald og minni fallhætta hjá nýrnasjúklingum eftir þjálfun á meðan þeir voru í blóðskilun
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2009
Metadata
Show full item recordCitation
Sjúkraþjálfarinn 2009, 36(2):11-4Abstract
Inngangur: Við upphaf meðferðar í blóðskilun má reikna með að líkamshreysti sjúklinga sé um 50% af því sem búast má við af heilbrigðum jafnöldrum. Líkamsþjálfun er því mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp til að sporna við síminnkandi líkamlegri getu og aukinni þörf fyrir aðstoð. Tilgangur: Að kanna áhrif sex mánaða þjálfunar á sjúklinga í blóðskilun. Efniviður og aðferðir: Sjúklingum í blóðskilun á LSH var boðin þátttaka í þjálfun og þáðu 21 af 35. Líkamleg geta þeirra var mæld með 6-mínútna gönguprófi, 6MGP, „Timed-up-and go“ TUG, standa upp af stól og setjast 10 sinnum með tímatöku og Rhombergs prófi. Borg skali var notaður til að meta álag í 6MGP og TUG prófi. Sjúklingarnir hjóluðu í MOTOmed letto hjóli (ReckMOTOmed.com) í 12 – 40 mínútur þrisvar í viku með vaxandi álagi eftir getu hvers og eins. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði og Wilcoxon Signed Ranks Test með SPSS forriti, 11. útgáfu. Niðurstöður: Tólf sjúklingar (níu karlar og þrjár konur) luku þriggja mánaða þjálfun, meðalaldur þeirra var 66±16 ár (37- 88), meðalfjöldi ára í blóðskilun var 4±3.6 (1-11) ár og BMI 25.4±3.4 (20-31). Rhombergs próf var jákvætt hjá fjórum í upphafi en þremur eftir þriggja mánaða þjálfun. Níu (sjö karlar og tvær konur) luku sex mánaða þjálfun. Engin þeirra var með jákvætt Rombergs próf. Göngulengd í 6MGP jókst marktækt eftir þriggja og sex mánaða þjálfun (p=0.002; p=0.012), tími í TUG prófi (p=0.041; p=0.044) og að standa upp af stól og setjast 10 sinnum (p=0.015; 0.018) styttist marktækt miðað við fyrir þjálfun. Ályktanir: Þolþjálfun eykur göngulengd í 6MGP og minnkar fallhættu marktækt hjá sjúklingum í blóðskilun.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.physio.isCollections