Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Guðmundur BjörnssonÚtgáfudagur
1991-03-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1991, 77(3):115-26Útdráttur
Á öndverðu ári 1990 voru hundrað ár liðin síðan Björn Ólafsson, læknir frá Ási í Skagafirði kom til starfa á Íslandi eftir sérfræðinám í augnlækningum í Kaupmannahöfn. Er hann fyrsti sérfræðingurinn, sem sest hér að og stundar sérgrein sína sem aðalstarf eftir að hann sest að í Reykjavik. Áður en Björn tók til starfa var vart um augnlæknisþjónustu að ræða hér á landi aðra en þá, sem hinir fáu héraðslæknar gátu veitt, en sú þjónusta var mjög takmörkuð, enda hófst kennsla í augnsjúkdómum við Læknaskólann ekki fyrr en í lok síðustu aldar. Í skýrslum sínum til landlæknis á síðustu öld greina læknarnir frá slímhimnubólgu í augum og hvarmabólgu. Þessir kvillar voru þá mjög algengir hér á landi. Orsökina töldu margir þeirra vera frá móreyknum og kófinu í hlóðaeldhúsunum, þar sem fólk dvaldist oft langtímum saman. Héraðslæknarnir minnast ekki á alvarlega sjúkdóma í augum, sem orsaka skerðingu á sjón, svo sem gláku eða ský á augasteini, en þessir öldrunarsjúkdómar voru tíðasta orsök meiri háttar sjónskerðingar og blindu á síðustu öld og reyndar langt fram á þá tuttugustu. Blinda meðal aldraðra var mjög mikil hér á landi allt fram á miðja þessa öld, en hefur á síðustu áratugum farið sí minnkandi vegna bættrar heilsugæslu, framfara á sviði læknavísinda og vegna aukins skilnings heilbrigðisyfirvalda og almennings á fyrirbyggjandi aðgerðum.Lu00FDsing
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Vefslóð
http://www.laeknabladid.isCollections