Árdagar augnlækninga á Íslandi
dc.contributor.author | Guðmundur Björnsson | |
dc.date.accessioned | 2010-02-18T09:19:34Z | |
dc.date.available | 2010-02-18T09:19:34Z | |
dc.date.issued | 1991-03-01 | |
dc.date.submitted | 2010-02-18 | |
dc.identifier.citation | Læknablaðið 1991, 77(3):115-26 | en |
dc.identifier.issn | 0023-7213 | |
dc.identifier.uri | http://hdl.handle.net/2336/92473 | |
dc.description | Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open) | en |
dc.description.abstract | Á öndverðu ári 1990 voru hundrað ár liðin síðan Björn Ólafsson, læknir frá Ási í Skagafirði kom til starfa á Íslandi eftir sérfræðinám í augnlækningum í Kaupmannahöfn. Er hann fyrsti sérfræðingurinn, sem sest hér að og stundar sérgrein sína sem aðalstarf eftir að hann sest að í Reykjavik. Áður en Björn tók til starfa var vart um augnlæknisþjónustu að ræða hér á landi aðra en þá, sem hinir fáu héraðslæknar gátu veitt, en sú þjónusta var mjög takmörkuð, enda hófst kennsla í augnsjúkdómum við Læknaskólann ekki fyrr en í lok síðustu aldar. Í skýrslum sínum til landlæknis á síðustu öld greina læknarnir frá slímhimnubólgu í augum og hvarmabólgu. Þessir kvillar voru þá mjög algengir hér á landi. Orsökina töldu margir þeirra vera frá móreyknum og kófinu í hlóðaeldhúsunum, þar sem fólk dvaldist oft langtímum saman. Héraðslæknarnir minnast ekki á alvarlega sjúkdóma í augum, sem orsaka skerðingu á sjón, svo sem gláku eða ský á augasteini, en þessir öldrunarsjúkdómar voru tíðasta orsök meiri háttar sjónskerðingar og blindu á síðustu öld og reyndar langt fram á þá tuttugustu. Blinda meðal aldraðra var mjög mikil hér á landi allt fram á miðja þessa öld, en hefur á síðustu áratugum farið sí minnkandi vegna bættrar heilsugæslu, framfara á sviði læknavísinda og vegna aukins skilnings heilbrigðisyfirvalda og almennings á fyrirbyggjandi aðgerðum. | |
dc.language.iso | is | en |
dc.publisher | Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur | en |
dc.relation.url | http://www.laeknabladid.is | en |
dc.subject | Vísindasaga | en |
dc.subject | Augnlækningar | en |
dc.subject | Augnsjúkdómar | en |
dc.title | Árdagar augnlækninga á Íslandi | is |
dc.type | Article | en |
dc.identifier.journal | Læknablaðið | en |
refterms.dateFOA | 2018-09-12T19:20:30Z | |
html.description.abstract | Á öndverðu ári 1990 voru hundrað ár liðin síðan Björn Ólafsson, læknir frá Ási í Skagafirði kom til starfa á Íslandi eftir sérfræðinám í augnlækningum í Kaupmannahöfn. Er hann fyrsti sérfræðingurinn, sem sest hér að og stundar sérgrein sína sem aðalstarf eftir að hann sest að í Reykjavik. Áður en Björn tók til starfa var vart um augnlæknisþjónustu að ræða hér á landi aðra en þá, sem hinir fáu héraðslæknar gátu veitt, en sú þjónusta var mjög takmörkuð, enda hófst kennsla í augnsjúkdómum við Læknaskólann ekki fyrr en í lok síðustu aldar. Í skýrslum sínum til landlæknis á síðustu öld greina læknarnir frá slímhimnubólgu í augum og hvarmabólgu. Þessir kvillar voru þá mjög algengir hér á landi. Orsökina töldu margir þeirra vera frá móreyknum og kófinu í hlóðaeldhúsunum, þar sem fólk dvaldist oft langtímum saman. Héraðslæknarnir minnast ekki á alvarlega sjúkdóma í augum, sem orsaka skerðingu á sjón, svo sem gláku eða ský á augasteini, en þessir öldrunarsjúkdómar voru tíðasta orsök meiri háttar sjónskerðingar og blindu á síðustu öld og reyndar langt fram á þá tuttugustu. Blinda meðal aldraðra var mjög mikil hér á landi allt fram á miðja þessa öld, en hefur á síðustu áratugum farið sí minnkandi vegna bættrar heilsugæslu, framfara á sviði læknavísinda og vegna aukins skilnings heilbrigðisyfirvalda og almennings á fyrirbyggjandi aðgerðum. |