Athugun á samskiptum 1608 einstaklinga við geðlækni á stofu 1982-1989
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Tómas ZoëgaIssue Date
1991-02-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1991, 77(2):83-8Abstract
A study was carried out on 1608 patients who came to a psychiatrist's private office in 1982-1989. Eight hundred forty one or 52.3% were self-referred. Four hundred fifty eight or 28.5% were referred by other medical specialists, but only 260 or 16.2% were referred by general practitioners. Mental health professionals referred 49 individuals or 3.0% of the total sample. The sample consisted of 1023 women or 63.6% and 585 men or 36.4%. Affective disorders were the most common diagnosis or around 42% of the individuals in the group, followed by anxiety disorders. Marital problems and parent-child problems counted for almost 14.5% of the diagnoses. Individuals 25 years and older seek psychiatric help more frequently than younger individuals and people who have reached the age of 45 and especially after the age of 65. The results indicate that patients' diagnoses affect their pathways to psychiatric care, for example patients with somatoform disorder and panic disorder are referred to a psychiatrist from other physicians, but individuals with marital problems and parent-child problem are usually self-referred.Nokkrar athuganir hafa verið gerðar hérlendis á samskiptum einstaklinga við heimilislækna/heilsugæslulækna og annað starfsfólk heilsugæslustöðva (1-9). Í ljós hefur komið að allt að 90% af íbúum heilsugæslusvæða hefur samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðva á ári hverju (5). Geðsjúkdómar voru aðalástæða samskiptanna í 5.1% til 12.2% tilvika (4,5). Hæst var hlutfallið í könnun þar sem viðkomandi læknir hafði sérþekkingu á geðsjúkdómum (4). Kannanir sem fram fóru á vegum landlæknisembættisins á árunum 1974 og 1981 leiddu í ljós að læknar töldu að 6.5% og 4.7% samskiptanna væru vegna geðsjúkdóma og taugaveiklunar. Í fyrri könnuninni var engum vísað til geðlæknis, en fjórum í hinni síðari, eða 2% af öllum tilvísunum til sérfræðinga (1,6). Lítið er vitað um að hve miklu leyti einstaklingar leita beint til sérfræðinga eða hve mikla milligöngu heimilislæknar hafa þar um. Í athugun á bráðaþjónustu geðdeilda í Reykjavik árið 1983 kom í ljós að eingöngu 17.2% þeirra, sem leituðu sér aðstoðar þar, komu að tilhlutan heimilislæknis eða vaktlæknis (10). Sú rannsókn, sem hér verður fjallað um, beinist að því að kanna hvort læknir eða sjúklingur sjálfur og hans nánustu hafa frumkvæði að því að hann leiti sér aðstoðar hjá geðlækni. Einnig verður greint frá sjúkdómsgreiningu einstaklinganna og aldri er þeir leituðu fyrst aðstoðar á tímabilinu. Loks er athugað hvort sjúkdómsgreiningar hafa áhrif á það eftir hvaða leiðum sjúklingarnir koma til geðlæknis.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections