Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Helga ErlendsdóttirEinar Thoroddsen
Sigurður Stefánsson
Magnús Gottfreðsson
Haraldur Briem
Sigurður Guðmundsson
Issue Date
1991-01-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1991, 77(1):13-8Abstract
Miðeyrnabólga (otitis media) er einn algengasti kvilli sem börn hrjáir, og benda erlendar og nýleg hérlend rannsókn til að við þriggja ára aldur hafi um 65-70% barna fengið bráða miðeyrnabólgu a.m.k. einu sinni. Engar kannanir hafa hins vegar farið fram á orsökum sjúkdómsins hér á landi og var því athugun þessi gerð. Jafnframt var leitast við að meta forspárgildi ræktunar frá nefkokssýni um sýkingarvalda í miðeyra. Til rannsóknarinnar völdust 159 börn á aldrinum sex mánaða til tólf ára (meðalaldur tvö ár) sem leituðu til háls-, nef- og eyrnadeildar Borgarspítala á tímabilinu nóvember 1988 til janúar 1990 vegna bráðrar miðeyrnabólgu. Var rannsókn þessi hluti af samanburðarrannsókn á amoxicillíni og lóracarbef og var gerð í samvinnu við lyfjafyrirtækið Eli Lilly & Co. Greining var staðfest með klínískri skoðun og var sýni tekið til ræktunar með ástungu á hljóðhimnu (tymphanocentesis) í öllum tilvikum (á báðum eyrum í 35 tilvikum). Jafnframt var tekið sýni úr nefkoki 148 barna. »Jákvætt« strok frá nefkoki var skilgreint sem sýni er úr óx sami sýkill og frá ástungu á hljóðhimnu. Reiknað var næmi (sensitivity), sértæki (specificity), jákvætt og neikvætt forspárgildi fyrir þessi tengsl. Eru hér eingöngu kynntar niðurstöður bakteríuræktana. Frá 75 af 159 miðeyrnasýnum (47%) uxu 84 sjúkdómsvaldar og skiptust eftir tegundum sem hér segir: S. pneumoniae (41%), H. influenzae (38%), B. catarrhalis (7%), S. aureus (4%), S. pyogenes (1%), peptococcus (1%), Gram-neikvæðir stafir/aðrir (7%). Af H. influenzae stofnum framleiddu 9 (28%) /3-lactamasa en hinsvegar allir B. catarrhalis stofnanna. Tilvist sýkils í nefkoki sagði lítt . fyrir um tilvist sama sýkils í eyra, og var jákvætt forspárgildi þegar litið var til allra sýkla einungis 45%. Fyrir S. pneumoniae reyndist jákvætt forspárgildi vera 29%, fyrir H. influenzae 36% og fyrir B. catarrhalis 8%. Algengustu orsakir bráðrar miðeyrnabólgu í þessari rannsókn voru S. pneumoniae og H. influenzae og er það í samræmi við aðrar kannanir. Jákvætt forspárgildi nefkoksræktana er lítið og gagnslaust við orsakagreiningu sjúkdómsins. Kjörmeðferð bráðrar miðeyrnabólgu hefur að dómi flestra verið penicillin eða ampicillín og skyld lyf. í þessari rannsókn reyndust hins vegar 27% greindra stofna vera ónæmir fyrir þessum lyfjum og bar þar mest á H. influenzae og B. catarrhalis er framleiddu /?-lactamasa. Virðist því ef til vill ástæða til að huga að öðrum lyfjum við upphafsmeðferð miðeyrnabólgu, t.d. trímetóprím-súlfametoxazól (Primazol®, Bactrim®, Sulfotrim®) eða amoxicillín-clavúlanat (Augmentin®), a.m.k. til handa mjög veikum börnum.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections