Opin fósturæð í fyrirburum : tíu ára uppgjör frá vökudeild Barnaspítala Hringsins
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1990-10-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1990, 76(8):385-9Abstract
Patients with patent ductus arteriosus (PDA) diagnosed at the neonatal intensive care unit at Bamaspitali Hringsins over a 10 year period are presented in this paper. There were 52 patients with PDA, 20 of whom received indomethacine for closure. The overall closure rate was 70%. After intravenous administration was started, the closure rate went up to 78%. The efficacy of the drug was diminished in the infants less than 1000 g and the infants who did not respond to the drug were small for gestational age. The side effects of indomethacin were minimal. We conclude that the use of indomethacin is a safe and effective method of achieving PDA closure in premature infants. Although indomethacin use seems to be safe in the small for gestational age premature infant, it is clearly less effective for that group of patients.Fósturæð (ductus arteriosus) liggur á milli lungnaslagæðar (truncus pulmonalis) og ósæðar. Súrefnisþéttni í blóði fóstursins er lág og hleypir fósturæðin blóði framhjá samföllnum og loftlausum lungum fóstursins til fylgjunnar (1). Prostaglandin, sem finnast í nokkru magni í blóði fóstursins eiga þátt í að halda æðinni opinni (1). Prostaglandin El, E2, 12 og prostasyklín eru þar talin hafa mesta þýðingu (2,3). Eftir fæðingu eykst mjög lungnablóðflæði og súrefnismettun blóðs samhliða örara niðurbroti prostaglandína (1). Fósturæð lokast oftast á fyrsta sólarhring eftir fæðingu (1,2,3). Stundum lokast fósturæð ekki á eðlilegum tíma eða hún opnast að nýju. Hjá fyrirburum er samdráttarsvörun við súrefni og víkkunarsvörun við prostaglandínum háð meðgöngulengd þannig að því lengra sem liðið er á meðgöngu því öflugri er svörun við súrefni (4). Hjá fyrirburum er fósturæðin eðlileg útlits og í reynd um að ræða seinkaða lokun (4). Lokun er í fyrstu starfrænn samdráttur æðarinnar en varanleg bandvefsmyndun á sér stað á tveimur til þremur vikum (1). Hjá fullburða börnum með opna fósturæð er fósturæðin oftast óeðlileg útlits og því um byggingarlegan galla að ræða sem skýrir léleg áhrif prostaglandin hömlunar hjá þeim (6). Opin fósturæð (patent ductus arteriosus) er oftast vandamál fyrirbura, einkum þeirra sem fá lungnasjúkdóm og getur leitt til hjartabilunar (5). Nýgengi sjúkdómsins hefur aukist á seinni árum og má rekja það til framfara í meðferð fyrirbura (3). Meðferð opinnar fósturæðar er annars vegar almenn stuðningsmeðferð, svo sem takmörkun vökvagjafar, blóðgjöf, notkun þvagræsilyfja og öndunaraðstoð. Reynist hins vegar almenn meðferð ófullnægjandi, er æðinni lokað annað hvort með notkun indomethacins eða með skurðaðgerð (7). Þótt fósturæð hafi fyrst verið lokað með skurðaðgerð árið 1939, var slíkri aðgerð hjá fyrirbura ekki lýst fyrr en árið 1963 (8,9). Indomethacin var fyrst notað til að loka opinni fósturæð árið 1976, en verkun lyfsins byggist á því að það hamlar verkun cyclo-oxygenasa, efnahvata sem hvatar súrefnistengingu endóperoxíða yfir í forstig prostaglandína (6). Skurðaðgerð og indomethacin hafa verið notuð jöfnum höndum, hvort tveggja með góðum árangri (10,11,12,13). Markmið rannsóknarinnar sem er hér til umfjöllunar er afturvirk athugun á reynslu barnalækna á Barnaspítala Hringsins á opinni fósturæð með tilliti til almennrar stuðningsmeðferðar, notkunar indomethacins og skurðaðgerðar. Einnig athugun á þáttum sem kynnu að draga úr virkni indomethacins og hvaða aukaverkunum megi búast við. Ennfremur skoðum við nýgengi, dánartölur og árangur mismunandi meðferðarforma.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections