Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Pétur HaukssonIssue Date
2000-04-08
Metadata
Show full item recordCitation
Geðvernd 2000, 29(1):26-30Abstract
Notkun hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) hefur færst í vökst undanfarin ár, bæði hjá læknum og sálfræðingum á stofum, en einnig inni á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Nokkrar mismunandi útfærslur eru til á HAM (Stuart 1997), m.a. aðferðir sem hafa verið þróaðar fyrir inniliggjandi sjúklinga, en yfirleitt er aðeins um áherslumun á ræða. Meðferð inni á sjúkrahúsum býður upp á fleiri möguleika en reyndin er á stofum eða göngudeildum. Taka þarf að tillit til þess að innlagðir sjúklingar eru yfirleitt veikari en þeir sem eru meðhöndlaðir utan sjúkrahúsa. Þetta tvennt, möguleikar sem skapast vegna innlagnar og meiri þarfir sjúklinganna, gera að verkum að beita þarf útfærslu á HAM sem löguð hefur verið að þörfum inniliggjandi sjúklinga. Með teymisvinnu geta fleiri meðferðaraðilar veitt sjúklingnum þjónustu út frá samræmdri meðferðarnálgun. Jafnframt gerir meðferð inni á sjúkrahúsi nákvæmara gæða- og árangursmat kleift, því auðveldara er að fylgjast með framförum. Aftur á móti dregur það úr gildi matsins að sjúklingurinn er ekki í sínu eðlilega umhverfi.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Collections