Greining keðjukokka-hálsbólgu á heilsugæslustöð : mótefnavakapróf eða ræktun?
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1990-10-01
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1990, 76(8):411-4Abstract
Hálsbólgur eru sums staðar meðal algengustu ástæðna þess að sjúklingar leita læknis (1) og þótt þær séu oftast af völdum veira þá eru hálsbólgur af völdum /?-hemólýtískra keðjukokka af flokki A, Streptococcus pyogenes, mikilvægastar. S. pyogenes er talinn valda 15-30% hálsbólgu (2). Mikilvægt er að meðhöndla sýkingarnar til að koma í veg fyrir síðkomnar afleiðingar svo sem gigtsótt og bráða nýrnahnoðrabólgu, en einnig til að draga úr ígerðarhættu á sýkingarstað. Hálsbólgur af völdum /3-hemólýtískra keðjukokka af flokkum C og G eru vel þekktar, en mun sjaldgæfari en S. pyogenes hálsbólgur (3,4). Enn sjaldgæfara (<1%) er að aðrar bakteríur (Corynebacterium diphtheriae, Corynebacterium haemolyticum, Neisseria gonorrhoea og örverur Vincent's anginu) valdi hálsbólgu. Sérstakar aðferðir þarf til þess að greina þær og þarf að geta þess sérstaklega á rannsóknarbeiðni sé grunur um slíkar sýkingar. Allt fram á síðustu ár hefur verið ókleift að greina orsök hálsbólgu án ræktunar (5) og hún tekur a.m.k. 16 klst. Þótt töf á niðurstöðu geti seinkað meðferð kerhur það lítið að sök (6), en hins vegar leiðir hún til þess að margir fá sýklalyf að nauðsynjalausu. Próf sem gæti greint 5. pyogenes hálsbólgur á nokkrum mínútum ætti því að gera meðferð hálsbólgna markvissari. A síðustu árum hafa komið á markað fjöldi prófa sem greina S. pyogenes í hálsstrokum. Hér á eftir fylgja niðurstöður úr könnun á einu þessara prófa á heilsugæslustöð.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections