Upphenging á aftursveigðu legi vegna sársauka við samfarir : aðgerðir framkvæmdar á Sjúkrahúsi Akraness 1983 til 1985
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Baldur Tumi BaldurssonIssue Date
1990-04-15
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1990, 76(7):335-7Abstract
Innri sársauki við samfarir (dyspareunia) er algeng kvörtun hjá konum sem leita til kvensjúkdómalækna. Með innri sársauka er átt við sársauka í kviði og grindarholi sem kemur við eða strax á eftir samförum. Innri sársauki við samfarir er sameiginlegt einkenni margra sjúkdóma. Oft valda því eftirköst sýkinga í innri kynfærum og grindarholi svo og legslímuvilla (endometriosis) (1), blóðríki í grindarholi (pelvic congestion) (2) og fleira. Stundum finnst engin líffærafræðileg orsök. Aftursveigt leg er einnig talið geta orsakað sársauka við samfarir (1), en er annars algengt fyrirbæri og yfirleitt meinlaust eða eðlilegt. Í þessari grein er fjallað um rannsókn sem höfundur gerði á árangri aðgerðar sem nefhist upphenging á legi (ventrisuspensio uteri), hjá konum sem höfðu verki og sársauka, sem talið var að rekja mætti til aftursveigðs legs. Höfundi er ekki kunnugt um, að áður hafi verið ritað um árangur slíkra aðgerða hér á landi.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections