Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Karl G. KristinssonIssue Date
1990-04-15
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1990, 76(4):211-6Abstract
Aðeins fáir sýklar eru alltaf næmir fyrir ákveðnum sýklalyfjum og fer þeim fækkandi. Sem dæmi má nefna Neisseria meningitidis og S. pyogenes (/3-hemólýtískir streptókokkar af grúppu A) sem enn eru næmir fyrir penisillíni og loftfælnar bakteríur næmar fyrir metrónídasóli. Reglan er hins vegar sú að næmi sýkla er breytilegt og meðal annars háð því hvar og hvenær sýkillinn hefur fundist (1). Næmispróf eru þess vegna nauðsynleg til stuðnings við val á sýklalyfjum og til þess að afla faraldsfræðilegra upplýsinga um útbreiðslu fjölónæmra sýkla. Þegar ákvarða skal næmi sýkils fyrir ákveðnu lyfi þarf að miða við þann styrk sem sýklalyfið getur náð í vefjum mannslíkamans án eiturverkana. Heftist vöxtur sýkils við lyfjastyrk sem auðveldlega næst í vefjum líkamans, ætti sýkillinn að teljast næmur fyrir lyfinu, annars ekki. Sýklalyf dreifast misjafnlega um vefi líkamans, en venjulegur styrkur lyfjanna í blóði er notaður til viðmiðunar fyrir næmispróf. Þetta þýðir að baktería getur verið flokkuð næm fyrir lyfi (þ.e. í blóði), þótt lyfið nái ekki lækningalegri þéttni í öðrum vefjum, til dæmis í miðtaugakerfinu. Hins vegar ná lyf, sem útskiljast í þvagi, oft mun hærri styrk þar en í blóði og geta þess vegna náð þar lækningalegri þéttni, þótt þau séu flokkuð sem illa næm (eða jafnvel ónæm). Aður en sýklalyf er valið þarf því að hafa í huga sýkingarstað, dreifingu sýklalyfsins og næmi. Að þessu leyti er sýklalyfjameðferð flóknari en önnur lyfjameðferð.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections