• English
    • íslenska
  • English 
    • English
    • íslenska
  • Login
View Item 
  •   Home
  • Journal Articles (Tímaritsgreinar)
  • Icelandic Journal Articles
  • View Item
  •   Home
  • Journal Articles (Tímaritsgreinar)
  • Icelandic Journal Articles
  • View Item
JavaScript is disabled for your browser. Some features of this site may not work without it.

Browse

All of HirslaCommunitiesAuthorsTitleSubjectsSubject (MeSH)Issue DateJournalThis CollectionAuthorsTitleSubjectsSubject (MeSH)Issue DateJournal

My Account

LoginRegister

Local Links

FAQ - (Icelandic)FAQ - (English)Hirsla LogosAbout LandspitaliLSH Home PageLibrary HomeIcelandic Journals

Statistics

Display statistics

Breytingar á áfengisneyslu Íslendinga

  • CSV
  • RefMan
  • EndNote
  • BibTex
  • RefWorks
Thumbnail
Name:
G1998-01-27-G5.PDF
Size:
1021.Kb
Format:
PDF
Description:
Allur texti - Full text
Download
Average rating
 
   votes
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item. When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
 
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Authors
Gylfi Ásmundsson
Issue Date
1998

Metadata
Show full item record
Citation
Geðvernd 1998, 27(1):34-40
Abstract
Áfengisneysluvenjur Íslendinga hafa lengi einkennst af því sem nefna mætti norðlæga siði í umgengni við áfengi. Þá er átt við að menn kjósa einkum drykki með mikið áfengisinnhald, sterkt áfengi, og drekka mikið í einu í þeim tilgangi að verða ölvaðir. Íslendingar drekka sjaldan og helst við ákveðin skilgreind tækifæri og snerta ekki áfengi þess á milli. Þeir drekka einkum um helgar og dagdrykkja eða neysla á vinnutíma er ákaflega sjaldgæf. Því er þetta nefnt norðlægir siðir, að svipað drykkjumynstur má helst sjá hjá norðlægum þjóðum, t.d. á Norðurlöndunum og í heimskautahéruðum Norður-Ameríku og hjá Austur-Evrópuþjóðum eins og Rússum og Pólverjum. Ölvun er markmið drykkjunnar. Í Suður-Evrópu og víðar er áfengi meðhöndlað á allt annan hátt. Það er þáttur í daglegri fæðuneyslu fólks, mun meira drukkið með mat eða sem síðdegishressing eins og Íslendingar drekka kaffi. Á síðustu áratugum hafa orðið hægfara breytingar á þessum hefðbundu neysluvenjum Íslendinga. Með auknum ferðalögum og kynnum af öðrum þjóðum hafa Íslendingar samið sig að öðrum siðum, sem nefna mætti alþjóðlega, og töluverður hluti fólks er farinn að meðhöndla áfengi á hófsamari en um leið frjálslegri hátt en áður (Hildigunnur Ólafsdóttir o.fl., 1997). Margir eru farnir að drekka létt vín með mat, siður sem ekki þekktist áður nema við sérstakar athafnir eða á stórhátíðum. Í samræmi við kröfur almennings um meira frelsi í áfengismálum hefur hömlum smátt og smátt verið létt af aðgengi að áfengi, útsölustöðum og vínveitingastöðum hefur fjölgað mjög ört, og nú síðast var létt af banni á sölu og neyslu áfengs öls sem hafði verið í gildi í meira en sjö áratugi. Þar með voru Íslendingar komnir með sömu neysluskilyrði og höfðu gilt í hinum vestræna heimi um árabil. Gamlir siðir hverfa seint, og það á ekki hvað síst við um allt sem tengist áfengi, sem löngum hefur verið mikið tilfinningamál meðal Íslendinga. Það var ekki sjálfgefið að Íslendingar mundu breyta drykkjuháttum sínum til samræmis við aðrar þjóðir um leið og öll ytri skilyrði voru fyrir hendi til þess. Rótgróin afstaða þjóðarínnar til áfengis hefur mótast í gegnum margar aldir, og eru sumir þeirrar skoðunar að trúarlegt uppeldi eigi mikinn þátt í henni. Margir erlendir fræðimenn hafa bent á hin sterku áhrif strangtrúarstefnu mótmælenda á afstöðu fólks til áfengis (Heath, 1995). Með siðaskiptunum varð þetta sjónarmið áberandi hér á landi, þar sem litið var á áfengi sem uppsprettu hins illa og áfengisneyslu sem syndsamlega. Þetta hefur birst bæði í lagasetningum, sem hafa miðað að því að takmarka aðgengi og neyslu áfengis sem mest, en ekki síður hefur það grópast í siðgæðisvitund fólks, sem lítur á áfengi sem freistingu sem beri að forðast og öll víxlspor leiða til sektarkenndar. Því er þess að vænta að það taki eina til tvær kynslóðir að breyta neysluvenjum almennings verulega, þótt skilyrðin hafi skapast til þess. Það er ætlunin í þessu greinarkorni að skoða hvort orðið hafi breytingar, og þá hverjar, á neyslu og neysluvenjum Íslendinga á síðastliðnum aldarfjórðungi eða svo, en á því tímabili hafa bæði orðið þjóðfélagsbreytingar og mikil rýmkun á öllu aðgengi að áfengi, eins og lýst var hér að ofan.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)
Collections
Icelandic Journal Articles

entitlement

 

DSpace software (copyright © 2002 - 2021)  DuraSpace
Quick Guide | Contact Us
Open Repository is a service operated by 
Atmire NV
 

Export search results

The export option will allow you to export the current search results of the entered query to a file. Different formats are available for download. To export the items, click on the button corresponding with the preferred download format.

By default, clicking on the export buttons will result in a download of the allowed maximum amount of items.

To select a subset of the search results, click "Selective Export" button and make a selection of the items you want to export. The amount of items that can be exported at once is similarly restricted as the full export.

After making a selection, click one of the export format buttons. The amount of items that will be exported is indicated in the bubble next to export format.