Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Ása GuðmundsdóttirIssue Date
1998
Metadata
Show full item recordCitation
Geðvernd 1998, 27(1):41-6Abstract
Mikil umræða hefur verið um áfengisneyslu unglinga í íslensku samfélagi á síðustu árum og er hún almennt talin mikið áhyggjuefni. Áhugi almennings á málefnum unglinga hefur aukist, umræða um skólamál hefur aukist og höfðað er til ábyrgðar foreldra á velferð unglinganna. Rannsóknir sýna að unglingadrykkja hefur aukist og að unglingar eru yngri en áður þegar þeir byrja að nota áfengi í einhverjum mæli. Rannsókn á áfengisneyslu íslenskra unglinga sýndi að þeir sem höfðu hætt í skóla drukku meira en hinir sem enn voru í skóla (Ása Guðmundsdóttir 1990). Erlendar rannsóknir benda til að áfengisneysla unglinga tengist meðal annars brottfalli úr framhaldsskólum og ótímabærri þátttöku í fullorðinsheiminum, án undirbúnings eða færni til þess (Guy oil. 1994). Umræðan í fjölmiðlum og meðal almennings hefur því í auknum mæli beinst að því að reyna að fyrirbyggja að unglingar hefji áfengisneyslu jafnsnemma og þeir gera í dag. Til þess að hægt sé að beita mark-vissum forvörnum er nauðsynlegt að fylgjast með þeim breytingum sem verða á neysluvenjum unglinga. Greining á viðhorfum ungs fólks til neyslu áfengis og takmarkana á aðgengi að því er talin gefa til kynna hvort drykkjumenningin er að breytast eða ekki. Á sama hátt má segja að viðhorf til leyfilegs áfengiskaupaaldurs séu háð félagslegri skilgreiningu á því hvenær fullorðinsárin hefjist.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Collections