Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1990-02-15
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1990, 76(2):81-92Abstract
Kólesterólmagn í sermi ákvarðast af erfðum og umhverfisþáttum og samspili þeirra. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að um eða yfir 50% af mismun kólesterólgilda einstaklinga megi rekja til áhrifa erfðaþátta (1, 2) en stærstan hluta af mismun meðalgilda þjóða megi rekja til mismunandi mataræðis, einkanlega mismikillar neyslu á mettaðri dýrafitu (3). Í þessari yfirlitsgrein verður reynt að gera grein fyrir helstu erfðaþáttum sem þekktir eru að hafa áhrif á kólesterólgildi í blóði, til hækkunar eða lækkunar. Sérstaklega verður minnst á íslenskar niðurstöður þar sem þær eru til. Margt er enn óþekkt í sambandi við þátt erfða í þessu sambandi en nýjungar í erfðatækni hafa aukið þekkinguna stórlega á þessu sviði og gera væntanlega í enn ríkari mæli á allra næstu árum.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAdditional Links
http://www.laeknabladid.isCollections