Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Hannes PéturssonIssue Date
1993
Metadata
Show full item recordCitation
Geðvernd 1993, 24(1):12-8Abstract
Í geðhvarfasjúkdómum ber mest á truflunum í geðslagi, annað hvort djúpri geðlægð eða oflæti. Sjúkdómurinn einkennist venjulega af óeðlilegu hugsanaferli og skynjun, sem orsakast af undirliggjandi truflun í geðslagi. Í hverju tilviki getur geðslagstruflunin verið samfara ýmsum fylgikvillum, bæði líkamlegum og geðrænum. Í hverju sjúkdómstímabili er geðslagið annað hvort stöðugt lækkað eða hækkað, þó blönduð sjúkdómsmynd sé einnig til, þ.e. sami einstaklingurinn getur upplifað sjúkdómstímabil af hvorri gerð sem er og þar af leiðir nafn sjúkdómsins geðhvarfasjúkdómur (manic depressive psychosis). Þunglyndi er áberandi í geðhvarfasjúkdómi, en skilgreiningar þess eru mismunandi og þess vegna er erfitt að meta nákvæmlega tíðni veikindanna. Talið er að um það bil þrír eða fjórir af hverjum þúsund einstaklingum þurfi á geðlæknismeðferð vegna þunglyndis að halda á hverjum tíma, en veikindin eru að líkindum vangreind og ekki leita allir læknis sem þyrftu á aðstoð að halda. Konur eru tvöfalt líklegri en karlar til þess að fá þunglyndi og tíðnin vex með aldrinum, en algengast er að veikindin byrji á bilinu 55-65 ára. Geðhvarfasjúkdómur byrjar reyndar oft mun fyrr eða upp úr tvítugsaldri, en síðan geta liðið mörg ár þar til næsta veikindatímabil gerir vart við sig. Erfðaþættir eru almennt taldir áberandi í alvarlegri tilvikum geðhvarfasjúkdóma sem styður aðaltilgátuna um lífefnafræðilegar orsakir veikindanna, þ.e. afbrigðileg efnaskipti taugaboðefna svo sem noradrenalíns (NA) og serótóníns (5-HT). Truflanir á hormónum og saltbúskap koma einnig til álita, en erfitt er að gera sér grein fyrir því hvort um er að ræða aðalorsakir eða ósértækar aukabreytingar vegna veikindanna. Sálfræðilegar og félagslegar kenningar fjalla m.a. um þýðingu lífsreynslu snemma í bernsku, svo sem að foreldri sé fjarverandi og einnig virðast atburðir síðar á æviskeiðinu hafa áhrif á byrjun sumra tegunda þunglyndis.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Collections