Dánarmein starfsmanna í áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi 1954-1985
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
1989-12-15
Metadata
Show full item recordOther Titles
Mortality among employees in a fertiliser plant in IcelandCitation
Læknablaðið 1989, 75(10):383-7Abstract
A retrospective cohort study was done on employees in a fertiliser factory. The aim of the study was to assess the risk of stomach- and lungcancer. The cohort comprised 603 subjects and their death rates were compared with those of the general male population in Iceland. The study period was 1954 to 1985. The results do not give any evidence of an excess of deaths from stomach- or lungcancer. Total mortality was lower than expected and even lower when the analysis was restricted to those who had worked more than one year. Shiftwork operators had the highest SMRs, however, with a reverse dose-response according to duration of employment, indicating that this might be due to factors unrelated to fertiliser manufacturing. As these factors life-style and social classes are mentioned, besides possible selection of weaker subjects to this assumed easy work.Nítrat breytist í nítrít fyrir tilverknað baktería í munni. Við ákveðin skilyrði geta nítrít og amín myndað N-nítrósamín í lifandi líkama, en þau efnasambönd hafa reynst krabbameinsvaldandi hjá tilraunadýrum (1). Ekki hefur verið sannað, að þessi efnasambönd valdi krabbameini hjá mönnum, en flestir telja líklegast, að sé svo, þá valdi þau magakrabbameini (2, 3). Notkun nítratríks áburðar hefur aukist mjög á síðustu áratugum. Aukið nítrat í jarðvegi hefur leitt til aukins nítrats í drykkjarvatni og grænmeti víðs vegar um heim. A sama tíma hefur dregið úr manndauða vegna magakrabbameins, þar á meðal á Íslandi (4, 5). Talið er, að C og E vitamin og ákveðin fenól hindri myndun N-nítrosamína en önnur fenól, tíócýanat og joðjón, hvetji þetta efnahvarf (1, 6, 7). Aðrir þættir svo sem mataræði og stéttaskipting hafa verið rædd í sambandi við magakrabbamein (4, 8). Menn hafa reynt að gera sér grein fyrir, hvort tengsl séu á milli nítratneyslu og magakrabbameins, en eru ekki á eitt sáttir. Sumir sjá einhverja fylgni á milli þessa (9-15), aðrir komast að hinu gagnstæða (16-18). Þegar litið er sérstaklega til þeirra rannsókna, sem gerðar hafa verið á starfsmönnum í áburðarverksmiðjum eru niðurstöðurnar ekki einhlítar (19-21). Athuganir á starfsmönnum við fosfatáburðarframleiðslu og í fosfatiðnaði í Bandaríkjunum leiddu ekki í ljós sérstaka heilsufarshættu. Dánartölur vegna lungnakrabbameins voru samt nokkru hærri en búast mátti við, en höfundar fundu því líklegri skýringar en að kenna fosfatinu um (22-24). Í ljósi þessara upplýsinga þótti þess virði að athuga, hvort starfsmenn Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, sem vinna að framleiðslu köfnunarefnisáburðar og blandaðs áburðar, dæju fremur en aðrir íslenskir karlar á sama aldri úr krabbameini og þá einkum lungna- og magakrabbameini.
Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections