Welcome to Hirsla, Landspítali University Hospital research archive

Hirsla is an open access repository, designed as a place to store, index, preserve and redistribute in digital format scholarly work of Landspitali employees. (A/H1N1)

 • Skurðsýkingar eftir opnar hjartaaðgerðir – yfirlitsgrein

  Tómas Guðbjartsson; Anders Jeppsson; 1)Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala‚ læknadeild Háskóla Íslands 2)Hjarta- og lungnaskurðdeild Sahlgrenska sjúkrahússins (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-04)
  Skurðsýkingar eru algengir fylgikvillar opinna hjartaaðgerða, bæði í bringubeinsskurði og þegar bláæðagræðlingar eru teknir úr ganglimum fyrir kransæðahjáveitu. Oftast er um að ræða yfirborðssýkingar sem svara sýklalyfjameðferð og sárahreinsun, en í 1-3% hjartaaðgerða ná sýkingar í bringubeinsskurði dýpra og valda miðmætisbólgu sem er lífshættulegt ástand. Skurðsýkingar eftir töku bláæðgræðlinga eru algengustu skurðsýkingar eftir opnar hjartaaðgerðir og tefja bata sjúklinga. Flestar sárasýkingar greinast á fyrsta mánuði eftir aðgerð en síðbúnar sýkingar í bringubeini geta komið fyrir og eru flóknar í meðferð.
 • Ísetning á kera við gallblöðrubólgu á Landspítala 2010-2016

  Katrín Hjaltadóttir; Kristín Huld Haraldsdóttir; Pétur Hörður Hannesson; Páll Helgi Möller; 1)Skurðdeild Landspítala 2)4)Skurðdeild Landspítala‚ læknadeild Háskóla Íslands 3)Röntgendeild Landspítala‚ læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-04)
  Inngangur: Bráð gallblöðrubólga er ein algengasta ástæða bráðainnlagnar á kviðarholsskurðdeild. Meðferðin er gallblöðrutaka en þegar aðgerð er ekki talin fýsileg er gefin íhaldssöm meðferð með sýklalyfjum. Svari sjúklingur ekki meðferð er lagður keri í gallblöðru gegnum húð. Markmið rannsóknarinnar var að skoða ísetningu gallblöðrukera og fylgikvilla þeirrar meðferðar á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn. Farið var í gegnum sjúkraskrár allra með sjúkdómsgreiningar K80-85 árin 2010-2016 og breytur skráðar í Excel sem einnig var notað við úrvinnslu. Notuð var lýsandi tölfræði. Niðurstöður: Alls fengu 4423 sjúklingar galltengdar sjúkdómsgreiningar á tímabilinu. Þar af voru 1255 (28%) með bráða gallblöðrubólgu og meðalaldur þeirra 58 ár (bil: 18-99). Alls fengu 88 (14%) gallblöðrukera og var meðalaldur þeirra 71 ár (bil: 28-92). Hjá 62 (70%) var kerinn lagður í gegnum lifur. Meðaltímalengd kera var 12 dagar (bil: 0-87). Gerð var gallvegamyndataka um kerann hjá 71 sjúklingi. Sautján sjúklingar voru útskrifaðir heim með kera. Helmingur sjúklinga (n=45, 51%) fór síðar í gallblöðrutöku í kviðsjá, að meðaltali 101 degi frá keraísetningu (bil: 30-258). Breytt var í opna aðgerð hjá 5 sjúklingum (12%). Meðal­aðgerðartími kviðsjáraðgerða var 96 mínútur. Tuttugu og sjö sjúklingar (31%) fengu 28 fylgikvilla og voru flestir minniháttar. Algengasti fylgikvillinn var að keri dróst út (n=20) en aðrir voru gallleki (n=3), verkir (n=3) og endurtekin gallblöðrubólga (n=2). Fimm sjúklingar (6%) létust innan 30 daga frá keraísetningu, þrír vegna sýklasóttarlosts en tveir af ástæðum ótengdum sjúkdómnum eða meðferðinni. Ályktun: Ísetning gallblöðrukera er ekki algeng meðferð við bráðri gallblöðrubólgu á Landspítala. Meðferðin er örugg og getur gagnast vel eldri sjúklingum sem ekki er treyst í skurðaðgerð.
 • Lyfjameðferð gláku og hugsanlegar milliverkanir við meðferð annarra sjúkdóma

  Valgerður Dóra Traustadóttir; Elín Björk Tryggvadóttir; Ólöf Birna Ólafsdóttir; Aðalsteinn Guðmundsson; María Soffía Gottfreðsdóttir; 1)Augndeild Landspítala 2)Háskólasjúkrahúsið í Malmö/Lundi 3)Háskóla Íslands‚ öldrunarlækningadeild Landspítala 4)Augndeild Landspítala‚ Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-04)
  Inngangur: Gláka er alvarlegur augnsjúkdómur og var algengasti blinduvaldur á Íslandi fram á miðja síðustu öld. Þar sem tíðni gláku hækkar með aldri eru sjúklingar með gláku oft einnig með aðra sjúkdóma og á margs konar lyfjum. Mikilvægt er að hafa gláku í huga þegar lyfjameðferð þessara sjúklinga er ákveðin þar sem augndropameðferð og lyf til inntöku geta haft milliverkanir og aukaverkanir sem skipta sköpum fyrir öryggi og líðan. Markmið rannsóknarinnar var að kanna lyfjameðferð sjúklinga með langt gengna gláku. Aðferðir: Fram fór afturskyggn rannsókn þar sem skoðuð voru gögn 100 einstaklinga sem gengust undir fyrstu hjáveituaðgerð við gláku á Landspítala árin 2013-2017. Skráð voru lyf til inntöku á 6 mánaða tímabili fyrir og eftir aðgerð, glákumeðferð fyrir aðgerð, helstu sjúkdómsgreiningar ásamt aldri og kyni. Niðurstöður: Meðalaldur við aðgerð var 75 ár og voru 53 konur í hópnum. Af 100 sjúklingum voru 87 á lyfjum við öðrum sjúkdómum og meðalfjöldi lyfja til inntöku var 5,3 lyf á mann. Meðalfjöldi augnþrýstingslækkandi lyfja var 3,0 á mann. Prostaglandín-hliðstæður voru algengasta augnþrýstingslækkandi lyfið. Algengasti lyfjaflokkurinn vegna annarra sjúkdóma var blóðþrýstingslækkandi lyf sem 57 sjúklingar tóku að staðaldri, þar af voru 30 sjúklingar á beta-blokkum. Zópíklón var algengasta einstaka lyfið, 29 sjúklingar tóku það. Ályktun: Sjúklingar með gláku taka ýmis lyf vegna annarra sjúkdóma sem geta haft áhrif á glákuna og milliverkanir við glákulyf. Þegar lyfjameðferð er ákveðin fyrir einstakling með gláku þarf að hafa í huga hugsanlegar milliverkanir annarra lyfja við gláku og hins vegar milliverkanir gláku­lyfja við aðra sjúkdóma.
 • Mislingar á Íslandi árið 2019, viðbrögð og lærdómur

  Sigríður Dóra Magnúsdóttir; Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-04)
 • Stafrænar hjartalækningar, gervigreind og gildi hluttekningar

  Davíð O. Arnar; Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-04)

View more