Welcome to Hirsla, Landspítali University Hospital research archive

Hirsla is an open access repository, designed as a place to store, index, preserve and redistribute in digital format scholarly work of Landspitali employees. (A/H1N1)

 • Skyndileg meðvitundarskerðing vegna lokunar á æð Percherons. Sjúkratilfelli

  Brynhildur Thors; Ólafur Sveinsson; 1 Taugalækningadeild Landspítala, 2 læknadeild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, 2021-04)
  Brátt heilaslag á grunni lokunar á Percheron-slagæð til miðheila og stúku er sjaldgæf og snúin greining vegna ósértækra klínískra einkenna. Skjót greining og meðferð er afar mikilvæg þar sem um er að ræða brátt og alvarlegt ástand. Hér er kynnt tilfelli ungrar konu sem fékk skyndilegan höfuðverk og skerta meðvitund. Sjáöldur voru misvíð og brugðust illa við ljósáreiti og iljaviðbrögð voru jákvæð beggja megin. Fram komu flogalíkar hreyfingar í öllum útlimum. Tölvusneiðmynd af heila og heilaæðum var eðlileg en bráð segulómun sýndi byrjandi drep í stúku beggja megin. Á grunni einkenna og segulómunar fékk sjúklingur segaleysandi meðferð í æð 70 mínútum eftir komu á bráðamóttöku og náði sér að fullu.
 • Áhrif lyfsins fampridíns á skerta göngugetu sjúklinga með MS (Multiple Sclerosis)

  Björg Guðjónsdóttir; Haukur Hjaltason; Guðbjörg Þóra Andrésdóttir; 1 Námsbraut í sjúkraþjálfun, heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 2 læknadeild Háskóla Íslands, 3 taugadeild Landspítala. (Læknafélag Íslands, 2021-04)
  INNGANGUR Fampridín er lyf sem virkar sem kalíumgangaloki og er ætlað sjúklingum með skerta göngugetu vegna MS (Multiple Sclerosis). Með því að loka á kalíumgöng dregur lyfið úr jónaleka, sem seinkar endurskautun og hvetur þannig myndun hrifspennu í afmýluðum taugasímum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif fampridíns á skerta göngugetu fólks með MS. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða áhrif lyfsins á göngugetu íslenskra sjúklinga með MS og athuga hve margir þeirra halda lyfjameðferð áfram eftir tveggja vikna reynslulyfjatímabil. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þátttakendur voru 41 sjúklingur með MS sem reyndu fampridín á fyrstu 16 mánuðum notkunar þess á Íslandi. Unnið var úr sjúkraskrárgögnum Landspítala. Árangur var metinn með mælingum á gönguhraða (timed 25-foot walk, T25FW) og göngugetu (12-item multiple sclerosis walking scale, MSWS-12). NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður sýndu að marktækur munur var á gönguhraða á T25FWgönguprófinu fyrir og undir lok reynslulyfjameðferðar (p<0,0001). Meðaltalsaukning gönguhraða var 22%. Einnig reyndist marktækur munur á stigagjöf á MSWS-12-göngumatsprófinu fyrir og undir lok reynslulyfjameðferðar (p<0,0001). Lækkun stigafjölda á MSWS-12 gönguprófinu var að meðaltali 11,4 stig. Átján sjúklingar (43,9%) héldu lyfjameðferð áfram eftir að reynslulyfjameðferð lauk. ÁLYKTUN Lyfið fampridín getur bætt skerta göngugetu hjá hluta sjúklinga með MS og getur verið mikilvæg viðbót í einkennameðferð þeirra.
 • Að bæta göngugetu

  Páll E. Ingvarsson; Landspítala Grensási og læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2021-04)
 • Exploratory assessment of pineal gland volume, composition, and urinary 6-sulfatoxymelatonin levels on prostate cancer risk.

  Bazzi, Latifa A; Sigurdardottir, Lara G; Sigurdsson, Sigurdur; Valdimarsdottir, Unnur; Torfadottir, Johanna; Aspelund, Thor; Czeisler, Charles A; Lockley, Steven W; Jonsson, Eirikur; Launer, Lenore; et al. (Wiley, 2021-04-16)
  Introduction: Melatonin levels are partially driven by the parenchyma volume of the pineal gland. Low urinary levels of 6-sulfatoxymelatonin have been associated with increased risk of advanced prostate cancer, but the relationship between pineal gland volume and composition and prostate cancer risk has not been examined. Materials and methods: We utilized data from 864 men from the AGES-Reykjavik Study with complete pineal gland volumes and urinary 6-sulfatoxymelatonin measurements. Pineal parenchyma, calcification, and cyst volumes were calculated from brain magnetic resonance imaging. Levels of 6-sulfatoxymelatonin were assayed from prediagnostic urine samples. We calculated Pearson correlation coefficients between parenchyma volume and urinary 6-sulfatoxymelatonin levels. We used Cox proportional hazards regression to calculate multivariable hazard ratios (HRs) and 95% confidence intervals (95% CIs) comparing prostate cancer risk across parenchyma volume tertiles and across categories factoring in parenchyma volume, gland composition, and urinary 6-sulfatoxymelatonin level. Results: Parenchyma volume was moderately correlated with urinary 6-sulfatoxymelatonin level (r = .24; p < .01). There was no statistically significant association between parenchyma volume tertile and prostate cancer risk. Men with high parenchyma volume, pineal cysts and calcifications, and low urinary 6-sulfatoxymelatonin levels had almost twice the risk of total prostate cancer as men with low parenchyma volume, no pineal calcifications or cysts, and low urinary 6-sulfatoxymelatonin levels (HR: 1.98; 95% CI: 1.02, 3.84; p: .04). Conclusions: Although parenchyma volume is not associated with prostate cancer risk, pineal gland composition and other circadian dynamics may influence risk for prostate cancer. Additional studies are needed to examine the interplay of pineal gland volume, composition, and melatonin levels on prostate cancer risk. Keywords: circadian rhythm; melatonin; pineal gland; prostate cancer.

View more