Welcome to Hirsla, Landspítali University Hospital research archive

Hirsla is an open access repository, designed as a place to store, index, preserve and redistribute in digital format scholarly work of Landspitali employees. (A/H1N1)

 • Reynsla kvenna af tvíburameðgöngu með áherslu á andlega líðan og stuðning ljósmæðra

  Klara Jenný H. Arnbjörnsdóttir; Ingibjörg Eiríksdóttir; Ólöf Ásta Ólafsdóttir; 1)2) Landspítala 3) Háskóla Íslands (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)
 • Útkoma ljósmæðrastýrðra eininga innan og utan sjúkrahúsa. Kerfisbundin fræðileg samantekt.

  Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir; Berglind Hálfdánsdóttir; Ólöf Ásta Ólafsdóttir; 1) Landspítala 2)3) Háskóla Íslands (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)
  Bakgrunnur: Ljósmæðrastýrðar einingar innan og utan sjúkrahúsa eru að ryðja sér til rúms, sérstaklega síðustu ár, sem valkostur fyrir heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu. Ljósmæður eru í lykilhlutverki við að fræða konur um val á fæðingarstað en í mæðravernd er unnið eftir klínískum leiðbeiningum sem segja til um að konur eigi að fá faglegar upplýsingar þannig að þær geti tekið upplýsta ákvörðun um fæðingarstað. Til að geta sinnt fræðsluhlutverki sínu þurfa ljósmæður að hafa aðgang að áreiðanlegum upplýsingum um ávinning og áhættur ólíkra fæðingarstaða. Markmið: Að bera saman útkomu kvenna og barna og inngrip í fæðingar hjá heilbrigðum konum í eðlilegri meðgöngu sem ætla að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum innan eða utan sjúkrahúsa, við útkomu kvenna sem ætla að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Aðferð: Framkvæmd var kerfisbundin, fræðileg samantekt. Gerð var heimildaleit á leitarsíðunum Scopus, Cinahl, PubMed og Proquest. Notuð voru leitarorðin; ljósmæðrastýrð eining (e. midwifery unit), fæðingarheimili (e. birth center), fæðingarstaður (e. birthplace), útkoma (e. outcome) og Útkoma ljósmæðrastýrðra eininga innan og utan sjúkrahúsa Kerfisbundin fræðileg samantekt Outcomes of freestanding midwifery units and alongside midwifery units A systematic review Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, ljósmóðir, fæðingarvakt Landspítala, Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og dósent við Háskóla Íslands, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og prófessor við Háskóla Íslands Ritrýnd fræðigrein, tengiliður: gudlauge@simnet.is 23 ljósmóðurfræði (e. midwifery). Eftir mat á 459 rannsóknum stóðu eftir tíu rannsóknir sem uppfylltu inntökuskilyrði og stóðust gæðamat. Rannsóknirnar skoðuðu útkomu hjá yfir 102.000 konum sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, innan og utan sjúkrahúsa og báru saman við útkomu um 820.000 kvenna sem ætluðu að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Niðurstöður: Rannsóknir benda til þess að betri útkoma sé hjá heilbrigðum konum í eðlilegri meðgöngu sem ætla að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum en þeim sem ætla að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. Meiri líkur voru á sjálfkrafa, eðlilegri fæðingu og minni líkur á inngripum á borð við mænurótardeyfingu, hríðarörvun, áhaldafæðingu og keisaraskurði. Einnig voru almennt minni líkur á spangarklippingu og blæðingu eftir fæðingu á ljósmæðrastýrðum einingum. Flutningstíðnin var 14,8% – 33,9%, þar sem frumbyrjur voru frekar fluttar en fjölbyrjur. Ekki var marktækur munur á útkomu nýbura. Ályktun: Við val á fæðingarstað á meðgöngu ætti að upplýsa konur um ólíka útkomu fæðinga á ólíkum fæðingarstöðum, þar á meðal um lága inngripatíðni og jákvæða útkomu mæðra sem ætla að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum. Lykilorð: ljósmæðrastýrð eining, útkoma fæðinga, eðlileg fæðing, ljósmóðurfræði.
 • Konur á flótta leita skjóls

  Hólmfríður Garðarsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)
 • Erlendar konur, upplýst val og ólík sjónarhorn fagaðila

  Stefanía Ósk Margeirsdóttir; 2. árs ljósmóðurnemi (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)

View more