Welcome to Hirsla, Landspítali University Hospital research archive

Hirsla is an open access repository, designed as a place to store, index, preserve and redistribute in digital format scholarly work of Landspitali employees. (A/H1N1)

 • Fósturgreining og meðgöngusjúkdómar, undirsérgrein fæðingaog kvensjúkdómalækninga - Yfirlitsgrein

  Hildur Harðardóttir; Kvennadeild Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-01)
  Læknisfræði fósturs er undirsérgrein fæðinga- og kvensjúkdómalækninga og lýtur að rannsóknum á þróun, vexti og sjúkdómum fóstra. Það má telja eðlilegt að hafa eina sérgrein fyrir þá órjúfanlegu heild sem móðir og fóstur mynda og er íslenska undirsérgreinin í samræmi við það og ber heitið fósturgreining og meðgöngusjúkdómar (FM). Stórstígar framfarir hafa átt sér stað í FM hvað varðar myndgreiningu fóstra með ómskoðun og segulómun. Einnig á sviði erfða- og sameindalæknisfræði við sjúkdómsgreiningar með kjarnsýrutækni auk þess sem aðgerðir á fóstrum eru nú mögulegar í vissum tilfellum. Í vinnu við fósturgreiningar er samstarf við fjölmarga aðra sérfræðinga mikilvægt, til dæmis nýburalækna, barnalækna í ýmsum undirsérgreinum, barnaskurðlækna, erfðalækna og lækna sem vinna á sviði myndgreiningar. Í stærri samfélögum starfa FM-læknar gjarnan sem ráðgefandi fyrir fæðingalækna og aðra sérgreinalækna auk þess að vinna við fósturskimanir, greiningar og meðferð. Hér á landi er sérhæfing styttra á veg komin. Hér eru tekin dæmi um verkefni FM-lækna og lýst hvernig tækniframfarir hafa breytt fósturskimun fyrir litningafrávikum, eftirliti og meðferð við rhesus-varnir auk aðgerða á fósturskeiði. Þá er sagt frá samstarfi norrænna FM-lækna.
 • Heilsuhagfræðilegt mat á þverfaglegri verkjameðferð á Reykjalundi - Ein króna í endurhæfingu – átta til baka

  Magnús Ólason; Héðinn Jónsson; Rúnar H. Andrason; Inga H. Jónsdóttir; Hlín Kristbergsdóttir; 1) Reykjalundi, endurhæfingarmiðstöð SÍBS, 2) Embætti landlæknis, 3) sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-01)
  TILGANGUR Fáar rannsóknir hafa metið langtímaárangur þverfaglegrar verkjameðferðar þó árangur til skemmri tíma sé vel þekktur. Hér er lýst árangri slíkrar meðferðar á Reykjalundi, endurhæfingarmiðstöð SÍBS, með þriggja ára eftirfylgd. Sérstaklega er fjallað um heilsuhagfræðilegan ávinning af meðferðinni. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Um kerfisbundið slembiúrtak var að ræða þar sem fimmta hver beiðni um meðferð á verkjasviði Reykjalundar var valin til þátttöku. Gagnasöfnun stóð yfir í fjögur og hálft ár og eftirfylgd lauk þremur árum síðar. Heilsuhagfræðileg úttekt var gerð að rannsókn lokinni. NIÐURSTÖÐUR Helstu niðurstöður eru þær að sjúklingar upplifa minni verki, minni ótta og hliðrun tengda vinnufærni, færri þunglyndis- og kvíðaeinkenni og upplifa meiri félagslega færni eftir meðferð. Vinnugeta hópsins í heild jókst og fór vinnufærni úr 36% í 47% eftir meðferðina og við þriggja ára eftirfylgd voru 57% vinnufærir. Heilsuhagfræðileg úttekt sýndi að meðferðin hafði borgað sig upp á þremur árum og ávinningurinn jókst út lífið. ÁLYKTANIR Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þverfagleg endurhæfingarmeðferð gegn þrálátum verkjum skilar árangri varðandi færni, verki og sálfélagslegar afleiðingar þeirra. Heilsuhagfræðilegur ávinningur af meðferðinni er verulegur og miðað við vísitölu neysluverðs í október 2018 skilar kostnaður af meðferðinni sér áttfalt til baka til samfélagsins.
 • Svo bregðast krosstré sem önnur tré

  Davíð O. Arnar; Landspítala Hringbraut (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-01)
 • Læknafélag Íslands – til móts við nýtt ár

  Reynir Arngrímsson; Erfðalæknir og formaður Læknafélags Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-01)
 • Blæðingar frá meltingarvegi í íslensku og erlendu samhengi – yfirlitsgrein

  Jóhann P. Hreinsson; Einar S. Björnsson; 1) Meltingarlækningum, lyflækningasviði Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg, Svíþjóð, 2) Læknadeild Háskóla Íslands og meltingarlækningum, lyflækningasviði Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-12)
  Bráð blæðing frá meltingarvegi er algeng ástæða komu á bráðamóttöku og innlagnar á spítala. Þessum blæðingum er vanalega skipt í efri og neðri meltingarvegarblæðingar. Í þessari yfirlitsgrein verður farið yfir nýgengi þessara blæðinga, áhættuþætti, orsakir, þátt blóðþynningarlyfja, mat á alvarleika blæðinga, meðferðarúrræði og horfur. Reynt verður að varpa ljósi á þetta viðfangsefni í íslensku heilbrigðiskerfi en einnig í víðara samhengi.

View more