Spurningar og svör  - Hirsla, varðveislusafn LSH
 1. Hvað er Hirsla?
 2. Fyrir hverja er varðveislusafnið ætlað?
 3. Hverjir eru meginkostir Hirslunnar?
 4. Hverskonar gögn verður að finna í Hirslunni?
 5. Hvernig er Hirslan skipulögð?
 6. Hvernig er Hirslan gerð aðgengileg?
 7. Viðmótið, enska eða íslenska?
 8. Hvernig er hægt að nálgast gögnin og hver má nota þau?
 9. Hver byggir upp, viðheldur og þjónustar Hirsluna?
 10. Hugbúnaðurinn / tæknin á bak við Hirsluna - Landspitali e-Repository.?

Hvað er Hirsla?

Hirsla - (Landspitali e-Repository) er rafrænt varðveislusafn sem er sérhannað til að vista, varðveita og miðla því vísinda- og fræðsluefni sem starfsmenn spítalans hafa gefið út samhliða vinnu sinni eða námi við spítalann. Megin tilgangur varðveislusafnsins er að tryggja varðveislu og gjaldfrjálsan aðgang allra hvar sem er í heiminum að afrakstri vísindastarfs innan LSH. Það er gert með því að vista ritrýnd lokahandrit greina. Varðveislusafnið er einnig nýtt til að safna saman á einn stað tilvísunum í og upplýsingum um útgefnar greinar eftir starfsmenn LSH. Aðgangur að þeim greinum er ýmist opinn starfsmönnum LSH eða landsmönnum öllum þ.e. ef viðkomandi tímarit er í áskrift hjá LSH eða landsaðgangi. Ef um s.k. open access tímarit er að ræða er aðgangur gjaldfrjáls fyrir alla. Tengingar í allan texta á vefsetrum útgefenda tryggja ekki varðveislu eða opið aðgengi og þess vega er nauðsynlegt að vista lokahandrit greina.

Efst á síðu


Fyrir hverja er varðveislusafnið ætlað?

Varðveislusafnið er ætlað fyrir vísindamenn og stjórnendur LSH, stjórnvöld heilbrigðis – og menntamála, almenning og alþjóðlega vísindasamfélagið. .

Efst á síðu


Hverjir eru meginkostir Hirslunnar?

 • Fyrir stjórnendur LSH nýtist safnið við mat á umfangi og gæðum vísindastarfsemi sem fram fer á spítalanum m.a. til samburðar við vísindastarfsemi annarra stofnana.
 • Fyrir vísindamenn og höfunda verður einfaldara að koma rannsóknum og skrifum á framfæri og aðgangur að þeim verður tryggður.
 •  Fyrir starfsmenn og nemendur tryggir safnið einfalt og vel skipulagt aðgengi að vönduðu íslensku vísinda- og námsefni sem vinnufélagar eða kennarar þeirra hafa skrifað. Efnið er aðgengilegt óháð staðsetningu og tíma.
 • Fyrir Bókasafns- og upplýsingasvið einfaldar það alla vinnu við söfnun, meðferð, viðhald og miðlun á íslensku rannsókna- og námsefni í heilbrigðis- og lífvísindum.
 • Fyrir Vísinda- og rannsóknaþjónustu auðveldar það alla vinnu við samantekt útgefins vísindaefnis.
 • Fyrir stjórnvöld í landinu og almenning veitir safnið innsýn í það þróttmikla vísindastarf sem fram fer á spítalanum.

Efst á síðu


Hverskonar gögn verður að finna í Hirslunni?

Varðveislusafnið getur vistað gögn á margs konar formi, s.s. texta-, hljóð-, og myndaskrár. Þannig verður t.d mögulegt að vista fyrirlestra sem teknir hafa verið upp. Til að varðveisla vísindaefnis eftir starfsmenn LSH sé tryggð þarf að vista vísindagreinar í þeirri útgáfu sem þær fara til útgefanda. Flestir útgefendur leyfa þannig vistun.

Efst á síðu


Hvernig er Hirslan skipulögð?

Safnið er eins konar blendingssafn þ.e. sambland af altexta gagnasafni (fulltext database) þar sem hægt er að ná í handritið í heild sinni og bókfræðigagnasafni (e. bibliographical database) þar sem einungis koma fram upplýsingar um höfund, titil, útgáfustað, útgáfuár og þess háttar og tengt er í allan texta á vefsetri útgefenda. ...

Efst á síðu


Hvernig er Hirslan gerð aðgengileg?

Varðveislusafnið er gert aðgengilegt á veraldarvefnum. Þar geta starfsmenn sem og aðrir notendur nálgast öll handrit, óháð stund og stað.

Aðgangur að öllum texta útgefinna tímaritsgreina á vefsetrum útgefenda er ýmist takmarkaður við LSH eða Ísland ef um landsaðgangstímarit er að ræða. Þá getur einnig verið um s.k. open access tímarit að ræða sem opin eru öllum heiminum.

Vefslóðin er: www.hirsla.lsh.is

Efst á síðu


Viðmótið, enska eða íslenska?

Á forsíðu er hægt að velja um íslenskt eða enskt viðmót.

Efst á síðu


Hvernig er hægt að nálgast gögnin og hver má nota þau?

Þar sem um er að ræða blendingssafn altexta gagna og bókfræðilegra upplýsinga eru ekki öll gögn vistuð altexta í varðveislusafninu. Í flestum tilvikum er þó hægt að sækja viðkomandi altexta gagn því hlekkur á rafræna útgáfu viðkomandi skjals er í flestum tilvikum skráður.

Stefnt er að því að safngögn verði aðgengileg sem flestum þ.e. í opnum aðgangi “open access”.

Efst á síðu


Hver byggir upp, viðheldur og þjónustar Hirsluna?

Safnið er byggt upp, skipulagt, stjórnað og þjónustað af starfsmönnum Bókasafns- og upplýsingasviðs Landspítalans.

Höfundar geta skráð eigið vísindaefni í grunninn samkvæmt viðurkenndum leiðum og undir leiðsögn Bókasafns – og upplýsingasviðs LSH.

Tæknileg þjónusta eins og uppsetning hugbúnaðarins (grunnsins) á tölvukerfi, uppfærsla og afritunartaka er í höndum verktaka (þjónustuaðila) sem heitir BioMed Central. Hugbúnaðurinn sjálfur og öll safngögn eru vistuð á netþjóni hjá BioMed Central..

Efst á síðu


Hugbúnaðurinn / tæknin á bak við Hirsluna - Landspitali e-Repository?

Varðveislusafnið notar Dspace hugbúnað. Dspace hugbúnaðurinn var hannaður og þróaður af MIT Libraries og Hewlett-Packard Labs til að byggja upp rafræn geymslusöfn fyrir háskóla og rannsóknastofnanir. DSpace er s.k. Open Source hugbúnaður og notaður víða um heim.

Efst á síðu


Ósvaldur Þorgrímsson.
Revised: 16/10/08